fbpx

Gerpla sigraði Toppmótið í hópfimleikum

Toppmótið í hópfimleikum fór fram að Varmá laugardaginn 24.febrúar. Gerpla sendi keppendur í meistaraflokki kvenna, karla og tvö lið í fyrsta flokki kvenna. Gerpluliðunum gekk mjög vel í öllum flokkum. Í meistaraflokkunum voru Gerpluliðin einu liðin sem mættu til keppni en í fyrsta flokki var keppnin mjög hörð enda var verið að keppast um að fá þátttökurétt á Norðurlandamótið í hópfimleikum sem verður haldið í Finnlandi um miðjan apríl. Með sigrinum um helgina er lið Gerplu í 1.flokki komið með annan fótinn til Finnlands og verður gaman að fylgjast með þeim á komandi vikum. Lið Stjörnunnar varð í 2.sæti og lið Fjölnisstúlkna í því þriðja. Næsta hópfimleikamót er bikarmót yngri flokka í hópfimleikum en það verður haldið á Selfossi um næstu helgi. Skipulagið má finnaundir viðburðadagatalinu hér á síðunni.

You may also like...