fbpx

Gaman á Hello Kitty mótinu um helgina

Gerpla sendi yfir fimmtíu keppendur á Hello Kitty mótið um helgina en fimleikadeild Gróttu heldur mótið árlega. Í ár bættu þau um betur og buðu strákunum okkar í 6.þrepi að vera með á playmómótinu í 6.þrepi drengja. Því var keppt í 6.þrepi drengja og 5. þrepi létt og 6. þrepi stúlkna. Mótið tókst vel í alla staði og voru þátttakendur Gerplu og foreldrar þeirra ánægðir með mótið. Mótið var haldið í litlum sal í húsakynnum Gróttu og var þetta allt hið heimilislegasta. Við í Gerplu þökkum fyrir okkur og óskum okkar fólki til hamingju með mótið. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá mótinu.

 

 

You may also like...