Sumarnámskeið

Íþróttafélagið Gerpla stendur fyrir sumarnámskeiðum í sumar eins og fyrri sumur. Í boði eru námskeið í Versölum en einnig eru einhver námskeið líka í boði í Vatnsenda.
Námskeiðin eru flest 5 dagar og er í boði að vera frá 8:00-17:00 en skipulögð dagskrá fer fram frá 9:00-17:00.

Dagskrá námskeiðanna er mjög fjölbreytt og er lituð af hreyfingu, útiveru, sundferð, ferð í húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt.

Skráning fer fram á gerpla.felog.is en fjöldi þátttakenda er takmarkaður á hvert námskeið. Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á gerpla@gerpla.is