fbpx

Sumarnámskeið 2021

Sumar leikjanámskeið 

Íþróttafélagið Gerpla stendur fyrir sumarnámskeiðum í sumar eins og fyrri sumur. Í boði verða heilsdagsnámskeið í Versölum eingöngu. Sumarnámskeiðin kallast Fimleika- og íþróttafjör.

Námskeiðin eru flest 5 dagar og er í boði að vera frá 8:00-17:00 en skipulögð dagskrá fer fram frá 9:00-16:00.

Dagskrá námskeiðanna er mjög fjölbreytt og er lituð af hreyfingu, útiveru, sundferð, ferð í húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt.

Skráning fer fram á gerpla.felog.is en fjöldi þátttakenda er takmarkaður á hvert námskeið. Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á gerpla@gerpla.is
Skráning hefst 1.maí 2021 á þessari slóð: https://sportabler.com/shop/Gerpla

Parkour sumarnámskeið – Vatnsendaskóla

Gerpla stendur einnig fyrir sumarnámskeiðum í Parkour. Þetta er nýtt námskeið sem var prufað í fyrsta skipti 2019 við góðan orðstýr. Námskeiðin eru hugsuð fyrir unga krakka sem hafa áhuga á parkouríþróttinni. Um er að ræða parkourmiðað sumarnámskeið sem stendur yfir í 3 klst á dag og er hvert námskeið fjórir eða fimm dagar eftir því hvernig hittir á almanakið. Kennsla fer fram í íþróttahúsinu Vatnsendaskóla.

Skráning fer fram inná gerpla.felog.is en aðeins eru 20 pláss í boði á hvert námskeið. Skráning hefst 1.maí 2021 á þessari slóð: https://sportabler.com/shop/Gerpla

Trampólínnámskeið

Íþróttafélagið Gerpla mun bjóða upp á trampólínnámskeið sumarið 2021.
Námskeiðið er hópfimleikamiðað og er hvert námskeið vikulangt og í eina og hálfa kukkustund á dag.

Námskeiðin eru kl. 12:30 – 14:00 fyrir iðkendur fædda 2008 – 2013

 Júní :
Námskeið 1: 14. – 18. júní (4 dagar)
Námskeið 2: 21. – 25. júní
Námskeið 3: 25. júní – 2. júlí
Ágúst :
Námskeið 4 : 9. – 13. ágúst 

Námskeiðið er haldið í glæsilegu húsnæði Gerplu á Vatnsenda.
Skráningar á trampólínnámskeiðin hefjast 1.maí  og fara fram á sportabler.com/shop/gerpla 
Verð fyrir námskeiðið er 4.950 kr. fyrir 5 daga námskeið og 3.960 kr. fyrir 4 daga námskeið. 

Vefsíða sumarnámskeiða Gerplu er : www.gerpla.is 
Yfirumsjón með námskeiðinu í sumar hefur Eysteinn Máni deildarstjóri hópfimleikadeildar karla í Gerplu. 
Netfang: eysteinn@gerpla.is