fbpx

Fimleikar fyrir fullorðna

Við bjóðum upp á þrjá hópa þar sem lagt er stund á fimleika fyrir fullorðna. Það eru eftirfarandi hópar:

GGG – Þessi hópur er áhaldafimleikamiðaður hópur en lagt er mikla áherslu á fimleikaþrek og styrktaræfingar í fimleika umhverfi. Jafnframt eru grunnæfingar í almennum og áhaldafimleikum æfðar hér
Æfingar á vorönn 2024 verða á mánudögum og miðvikudögum í Versölum klukkan 18:00-19:30.

Kempur – Þessi hópur er hópfimleikamiðaður hópur. Lögð er áhersla á hópfimleikaæfingar, í hópfimleikaumhverfi og þá eru framkvæmdar ýmsar æfingar á trampólíni, loftdýnu og dýnu.
Æfingar á vorönn verða á þriðjudögum og fimmtudögum í Vatnsenda klukkan 19:30-21:00

Fullorðins Parkour – æfir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:30-21:00 í Versölum og á laugardögum klukkan 13:00-14:30 í Vatnsenda.

Iðkendur í fullorðinsfimleikum er velkomið að mæta á allar æfingar sem eru í boði fyrir fullorðna. Þá GGG, Kempur og Parkour.
Vorönnin 2024 er 63.000kr.
Skráningar opna, þann 2. janúar klukkan 10:00 hér Gerpla | SHOP | Sportabler

Klippikort
Hægt er að kaupa klippikort í fullorðinstímana.
10 skipti eru á 25.000kr. og 30 skipti eru á 57.000kr. Klippikortin gilda í eitt ár frá kaupdegi.
Hægt er að kaupa klippikortin hér í gegn: Gerpla | SHOP | Sportabler

Öllum er velkomið að koma í einn prufutíma, en þá þarf að senda póst á deildastjóra (andrea.hansen@gerpla.is) og láta vita af sér.