fbpx

Fimleikar fyrir fullorðna

GGG æfir á mánudögum og miðvikudögum kl 18:00-19:30 í Versölum og á laugardögum kl 9:00-10:30 í Vatnsenda

Fullorðinsfimleikar eru fyrir 16 ára og eldri sem langar að prufa fimleikamiðaða hreyfingu. Það geta allir tekið þátt í þessum æfingum, óháð bakgrunni í fimleikum eða íþróttum. Hópurinn var upphaflega stofnaður til að gefa eldri iðkendum „Gamalt Gott Gerplufólk“ möguleika á að koma í fimleikasalinn og ná fyrri styrk. Nú eru fullorðinsfimleikar hinsvegar búnir að slá í gegn og eftirspurnin er mikil, óháð bakgrunni.

Þetta er tilvalið fyrir fólk sem langar að breyta út af vananum, æfa í öðruvísi umhverfi, æfa í skemmtilegum hópi og prufa eitthvað nýtt. Æfingarnar eru byggðar upp af styrktaræfingum, þoli og grunn-fimleikaæfingum.

Það er tvennt hægt að gera ef þú vilt æfa með þessum hóp. Annarsvegar fara inn á gerpla.felog.is og skrá þig í hópinn „GGG/Fullorðinsfimleikar“ og þá átt þú aðgang að öllum æfingum annarinnar.

Hinn kosturinn er að kaupa klippikort. Við erum með 10 skipti á 15.500kr og 30 skipti á 37.000. Þá getur þú valið þér æfingar til að mæta á og þjálfari klippir á kortið þitt í hvert skipti. Öllum er velkomið að koma í einn prufutíma, en þá þarf að senda póst á deildastjóra (Rakelm@gerpla.is) og láta vita af sér. Til viðbótar bætist 1700kr. sem er leyfisgjald til Fimleikasambands Íslands en greiðist bara einu sinni á önn.