fbpx

Hópfimleikadeild

UM GREININAKEPPNISFLOKKARKEPPNISFATNAÐUR

HÓPFIMLEIKAR

Hópfimleikar eru hópíþrótt sem samanstendur af 8-12/15 manna liði (14 í yngri flokkum). Liðin eru annaðhvort samsett sem kvennalið, karlalið eða blandað lið en þá eru jafnmargir af hvoru kyni í liðinu. Íþróttin er samblanda af líkamlega krefjandi æfingum og sterkri liðsheild, en þessir tveir þættir eru lykillinn að góðum árangri. Tenging hugar og líkamsvitundar þarf að vera sterk til að einstaklingurinn geti byggt upp og sett saman flóknar æfingar sem framkvæmdar eru á nokkrum sekúndum. Fimleikar eru mikil nákvæmis íþrótt þar sem æfingar eru framkvæmdar í krefjandi aðstæðum og því mikilvægt að iðkandinn tileinki sér einbeitingu og aga í vinnubrögðum sínum. Keppt er á þremur mismunandi áhöldum, trampólíni, dýnustökki og gólfæfingum en hvert áhald hefur sýna sérstöðu.

Trampólín

Á trampólíni gerir hvert lið þrjár umferðir og þarf ein af þeim að vera með stökki yfir hest. Hér reynir á snerpu, styrk og samhæfingu fimleikamannsins, er hann þarf að ná hraða úr tilhlaupi sínu til að ná sem mestum sprengikrafti úr trampólíninu og inn í fimleikastökkið. Í loftinu framkvæmir fimleikamaðurinn svo mismunandi útfærslur af heljarstökkum með skrúfum sem stigmagnast eftir því sem færni fimleikamannsins eykst.

Dýnustökk

Á dýnustökki líkt og trampólíninu gerir hvert lið þrjár umferðir en fimleikamennirnir þurfa að framkvæma bæði stökk fram á við og aftur á bak. Hver umferð saman stendur af tengingu nokkurra fimleikaæfinga sem verða flóknari með aukinni færni fimleikamannsins. Samhæfing, sprengikraftur og styrkur eru lykilþættir í árangri í dýnustökkum.

Gólfæfingar

Oft er talað um að gólfæfingar séu ákveðið mótvægi á móti kraftinum og styrknum sem hin tvö áhöldin krefjast af fimleikamanninum. Mjúkar hreyfingar, fallegar línur, liðleiki, jafnvægi og hopp einkenna gólfæfingarnar þar sem allir liðsmenn framkvæma æfingarnar í takt líkt og í raun aðeins einn  maður væri úti á gólfinu. Liðið þarf að færast um gólfflötinn og mynda mismunandi mynstur á meðan það framkvæmir æfinguna sem krefst mikillar samvinnu allra fimleikamannanna.

Um keppnisflokkana

Í meistaraflokki og 1.flokki mega vera 8-12 einstaklingar í hverju liði. Tíu inná gólfi og tveir varamenn.  Sex liðsmenn keppa í hverri umferð á trampólíni og dýnustökki og má skipta þeim út svo lengi sem þeir eru meðal þeirra 8-10 liðsmanna sem taka þátt í gólfæfingunum. Í yngri flokkunum mega vera 8-15 liðsmenn í hverju liði og allt að 12 liðsmenn taka þátt í hverri umferð á trampólíni og dýnu og allt að 8-12 liðsmenn sem taka þátt í gólfæfingunum.  Það má skipta um liðsmenn innan þessara 15 á milli áhalda þannig að til dæmis dansa 12 liðsmenn en svo er tveimur skipt út fyrir æfingar á trampólíni.

Flokkarnir í hópfimleikum eru aldursflokkar en þó er alltaf heimilt að keppa uppfyrir sig í aldri. Lágmarsksaldur til að taka þátt á mótum FSÍ er 9 ára.

  • Meistaraflokkur – 16 ára og eldri
  • 1.flokkur – 13-17 ára
  • 2.flokkur – 14-15 ára
  • 3.flokkur – 12-13 ára
  • 4.flokkur – 10-11 ára
  • 5.flokkur – 9 ára
  • KKE – 12-15 ára
  • KKY – 8-12 ára

Helstu markmið með keppnisflokkum

  • Reglur í yngri flokkum 5.flokks – 2.flokks eru leiðbeinandi með hvaða atriði skuli lagt áherslu á.
  • Að auka gæði í hópfimleikum á Íslandi.
  • Að skapa réttlátan samkeppnisgrundvöll í keppni til dæmis með A- , B- og C-deildum innan keppnisflokka.
  • Að það sé eðlilegur stigsmunur á milli flokka og að keppendur séu tvö ár í hverjum flokki að 5.flokki undanskildum.
  • Að undirbúa keppendur fyrir keppni í 1. flokki og meistarasflokki.

Uppbygging einkunnar

Einkunn byggist upp á þremur einkunnum, D einkunn, C- einkunn og E einkunn.

D einkunn samanstendur af erfiðleikagildum í stökkum og fimleikaæfingum í gólfæfingu. E einkunn byrjar í 10,00 og frá henni dragast framkvæmdarvillur.  C- einkunn er samsetningareinkunn en áhöldin gera mismunandi kröfur með innihald í æfingunum.  Meðaltal E einkunna er fundið og lagt við D og C einkunn til þess að fá lokaeinkunn. Lokaeinkunn er reiknuð með tveimur aukastöfum.

Dýna og trampólín

D- erfiðleiki opinn
C- samsetning dregið frá 2,0
E- framkvæmd dregið frá 10,0

Gólfæfingar

D- erfiðleiki opinn
C- samsetning dregið frá 4,0
E- framkvæmd dregið frá 10,0

KKY

Um flokkinn

Í hópfimleikum er iðkendum skipt í flokka eftir aldri og er KKY flokkur fyrir yngstu keppendurna. Aldur keppenda er 9-12 ára en ekki er heimilt að keppa á mótum Fimleikasambandsins fyrir níu ára aldur. Allir keppendur innan liðsins þurfa ekki að keppa á öllum áhöldum. T.d. gæti einn af liðsmaður einungis keppt á trampólíni.

Útskýringar á keppnisreglum flokksins

Gólfæfingin má vera 1:30-2:45 mínútur að lengd án þess að til frádráttar komi.  Liðið þarf að sýna a.m.k. fjögur mynstur. Þar af þarf eitt að vera bogadregið, eitt stórt og eitt lítið.  Stórt mynstur miðast við 8 dansrenninga.
Á dýnu framkvæmir hvert lið tvær umferðir. Önnur þarf að vera fram og hin afturábak.  Allt að 12 keppendur mega vera í hvorri umferð á dýnu. Frádráttur er tekin af öllum keppendum í umferðinni, honum deilt með fjölda keppenda og margfaldaður með sex.  Það má vera stígandi í báðum umferðum (það þurfa ekki allir að gera eins).
Á trampólíni framkvæmir liðið tvær umferðir.  Allt að 12 keppendur mega vera í hvorri umferð á trampolíni. Frádráttur er tekin af öllum keppendum í umferðinni, honum deilt með fjölda keppenda og margfaldaður með sex.  Það má vera stígandi í báðum umferðum (þurfa ekki allir að gera eins)  Frjáls hæð er á hestinum. Engar kröfur eru gerðar um snúningsáttir.

Helstu markmið

  • Að iðkendur kynnist íþróttinni með jákvæðum hætti.
  • Að auka styrk, þol og liðleika fimleikamannsins
  • Að auka þekkingu og færni á grunnæfingum fimleika
  • Að auka sjálfstraust í keppni
  • Að kynna fimleikamanninn fyrir keppnisreglum íþróttarinnar

Fjöldi æfinga

Iðkendur í KKY æfa að jafnaði 5 klukkustundir á viku, eina og hálfa eða tvær klukkustundir í senn. Iðkendum er raðað í hópa eftir aldri og getu og reynt er að hafa ekki fleiri en 12-14 iðkendur á hvern þjálfara.

KKE

Um flokkinn

Í hópfimleikum er iðkendum skipt í flokka eftir aldri og er KKE flokkur fyrir eldri karlkyns keppendurna. Aldur keppenda er 12-15 ára. Allir keppendur innan liðsins þurfa ekki að keppa á öllum áhöldum. T.d. gæti einn af liðsmaður einungis keppt á trampólíni.

Útskýringar á keppnisreglum flokksins

Gólfæfingin má vera 1:30-2:45 mínútur að lengd án þess að til frádráttar komi.  Liðið þarf að sýna a.m.k. fjögur mynstur. Þar af þarf eitt að vera bogadregið, eitt stórt og eitt lítið.  Stórt mynstur miðast við 8 dansrenninga.
Á dýnu framkvæmir hvert lið þrjár umferðir. Ein þarf að vera fram, ein afturábak og ein er frjáls.  Allt að 12 keppendur mega vera í hvorri umferð á dýnu. Frádráttur er tekin af öllum keppendum í umferðinni, honum deilt með fjölda keppenda og margfaldaður með sex.  Það má vera stígandi í umferðunum (það þurfa ekki allir að gera eins).
Á trampólíni framkvæmir liðið þrjár umferðir.  Allt að 12 keppendur mega vera í umferð á trampolíni. Þar þarf ein umferð að vera gerð einungis með trampólíni og ein með hest fyrir aftan, sú þriðja er frjáls. Frádráttur er tekin af öllum keppendum í umferðinni, honum deilt með fjölda keppenda og margfaldaður með sex.  Það má vera stígandi í báðum umferðum (þurfa ekki allir að gera eins)  Frjáls hæð er á hestinum. Engar kröfur eru gerðar um snúningsáttir.

Helstu markmið

  • Að iðkendur kynnist íþróttinni með jákvæðum hætti.
  • Að auka styrk, þol og liðleika fimleikamannsins
  • Að auka þekkingu og færni á grunnæfingum fimleika
  • Að auka sjálfstraust í keppni
  • Að kynna fimleikamanninn fyrir keppnisreglum íþróttarinnar

Fjöldi æfinga

Iðkendur í KKE æfa að jafnaði 8 klukkustundir á viku, tvær klukkustundir í senn. Iðkendum er raðað í hópa eftir aldri og getu og reynt er að hafa ekki fleiri en 12-14 iðkendur á hvern þjálfara.

5.FLOKKUR

Um flokkinn

Í hópfimleikum er iðkendum skipt í flokka eftir aldri og er 5.flokkur fyrir yngstu keppendurna. Aldur keppenda er 9 ára en ekki er heimilt að keppa á mótum Fimleikasambandsins fyrir þann aldur. Allir keppendur innan liðsins þurfa ekki að keppa á öllum áhöldum. T.d. gæti einn af liðsmaður einungis keppt á trampólíni.

Útskýringar á keppnisreglum flokksins

Gólfæfingin má vera 1:30-2:45 mínútur að lengd án þess að til frádráttar komi.  Liðið þarf að sýna a.m.k. fjögur mynstur. Þar af þarf eitt að vera bogadregið, eitt stórt og eitt lítið.  Stórt mynstur miðast við 8 dansrenninga.

Á dýnu framkvæmir hvert lið tvær umferðir. Önnur þarf að vera fram og hin afturábak.  Allt að 12 keppendur mega vera í hvorri umferð á dýnu. Frádráttur er tekin af öllum keppendum í umferðinni, honum deilt með fjölda keppenda og margfaldaður með sex.  Það má vera stígandi í báðum umferðum (þurfa ekki alliur að gera eins).

Á trampólíni framkvæmir liðið tvær umferðir.  Allt að 12 keppendur mega vera í hvorri umferð á trampolíni. Frádráttur er tekin af öllum keppendum í umferðinni, honum deilt með fjölda keppenda og margfaldaður með sex.  Það má vera stígandi í báðum umferðum (þurfa ekki allir að gera eins)  Frjáls hæð er á hestinum. Engar kröfur eru gerðar um snúningsáttir.  Leyfilegt er að nota stökkbretti fyrir framan trampólínið fyrir innstökk.

Helstu markmið

  • Að auka styrk, þol og liðleika fimleikamannsins
  • Að auka þekkingu og færni á grunnæfingum fimleika
  • Að auka sjálfstraust í keppni
  • Að kynna fimleikamanninn fyrir keppnisreglum íþróttarinnar

Fjöldi æfinga

Iðkendur í 5.flokki æfa að jafnaði 4,5 klukkustundir á viku, eina og hálfa eða tvær klukkustundir í senn. Iðkendum er raðað í hópa eftir aldri og getu og reynt er að hafa ekki fleiri en 12-14 iðkendur á hvern þjálfara.

4.FLOKKUR

Um flokkinn

Innan 4.flokks er liðum skipt niður í deildir eftir styrkleika, A-deild, B-deild og C-deild. Fyrsta mót tímabilsins (Haustmót) er notað til að skipta liðum í deildir en sjö lið eru í hverri deild. Efstu sjö liðin á haustmóti í 4. flokki keppa í A-deild á næsta móti sem heitir Bikarmót unglinga. Liðin sem lenda í 8. – 14. sæti keppa í B-deild á Bikarmóti unglinga og svo koll af kolli. Liðin haldast í deildunum frá haustmótinu út allt tímabilið. Aðeins sigurvegari í A-deild er krýndur íslandsmeistari unglinga í 4. flokki.

Helstu markmið

  • Að auka styrk, þol og liðleika fimleikamannsins
  • Að auka þekkingu og færni á grunnæfingum fimleika
  • Að auka sjálfstraust í keppni og traust til liðsfélaga
  • Að öðlast keppnisreynslu með liðinu

Útskýringar á keppnisreglum flokksins

Gólfæfingin má vera 1:30-2:45 mínútur að lengd án þess að til frádráttar komi.  Liðið þarf að sýna a.m.k. sex mynstur. Þar af þarf eitt að vera bogadregið, eitt stórt og eitt lítið.  Stórt mynstur miðast við 8 dansrenninga.

Á dýnu framkvæmir hvert lið tvær umferðir. Önnur þarf að vera framumferð og hin afturábakumferð.  Allt að 12 keppendur mega vera í hvorri umferð á dýnu. Frádráttur er tekin af öllum keppendum í umferðinni, honum deilt með fjölda keppenda og margfaldaður með sex.  Það má vera stígandi í báðum umferðum (þurfa ekki allir að gera eins).

Á trampólíni framkvæmir liðið tvær umferðir.  Allt að 12 keppendur mega vera í hvorri umferð á trampolíni. Frádráttur er tekin af öllum keppendum í umferðinni, honum deilt með fjölda keppenda og margfaldaður með sex.  Það má vera stígandi í báðum umferðum (þurfa ekki að gera liðsumferð)  Frjáls hæð er á hestinum. Engar kröfur eru gerðar um snúningsáttir.  Leyfilegt er að nota stökkbretti fyrir framan trampólínið fyrir innstökk.

3.FLOKKUR

Um flokkinn

Innan 3.flokks er liðum skipt niður í deildir eftir styrkleika, A-deild, B-deild og C-deild. Fyrsta mót tímabilsins (Haustmót) er notað til að skipta liðum í deildir en sjö lið eru í hverri deild. Efstu sjö liðin á haustmóti í 3. flokki keppa í A-deild á næsta móti sem heitir Bikarmót unglinga. Liðin sem lenda í 8. – 14. sæti keppa í B-deild á Bikarmóti unglinga og svo koll af kolli. Liðin haldast í deildunum frá haustmótinu út allt tímabilið. Aðeins sigurvegari í A-deild er krýndur íslandsmeistari unglinga í 3. flokki.

Helstu markmið

  • Að auka styrk, þol og liðleika fimleikamannsins
  • Að auka þekkingu og færni á grunnæfingum fimleika
  • Að auka sjálfstraust í keppni og traust til liðsfélaga
  • Að öðlast keppnisreynslu með liðinu

Útskýringar á keppnisreglum flokksins

Gólfæfingin má vera 1:45-2:45 mínútur að lengd án þess að til frádráttar komi.  Liðið þarf að sýna a.m.k. sex mynstur. Þar af þarf eitt að vera bogadregið, eitt stórt og eitt lítið.  Stórt mynstur miðast við 9 dansrenninga.

Á dýnu framkvæmir hvert lið þrjár umferðir. Ein þarf að vera fram, ein afturábak og ein má vera blönduð, fram eða aftur.  Allt að 12 keppendur mega vera í hverri umferð á dýnu. Frádráttur er tekinn af öllum keppendum í umferðinni, honum deilt með fjölda keppenda og margfaldaður með sex.  Það má vera stígandi í umferð tvö og þrjú en í fyrstu umferð þurfa allir að gera eins.

Á trampólíni framkvæmir liðið þrjár umferðir.  Allt að 12 keppendur mega vera í hverri umferð á trampólíni. Frádráttur er tekin af öllum keppendum í umferðinni, honum deilt með fjölda keppenda og margfaldaður með sex. Það má vera stígandi í umferð tvö og þrjú en í fyrstu umferð þurfa allir að gera eins. Frjáls hæð er á hestinum en amk. ein umferð þarf að vera framkvæmd með hesti.

2.FLOKKUR

Um flokkinn

Innan 2.flokks er liðum skipt niður í deildir eftir styrkleika, A-deild, B-deild og C-deild. Fyrsta mót tímabilsins (Haustmót) er notað til að skipta liðum í deildir en sjö lið eru í hverri deild. Efstu sjö liðin á haustmóti í 3. flokki keppa í A-deild á næsta móti sem heitir Bikarmót unglinga. Liðin sem lenda í 8. – 14. sæti keppa í B-deild á Bikarmóti unglinga og svo koll af kolli. Liðin haldast í deildunum frá haustmótinu út allt tímabilið. Aðeins sigurvegari í A-deild er krýndur íslandsmeistari unglinga í 2. flokki.

Helstu markmið

  • Að auka styrk, þol og liðleika fimleikamannsins
  • Að auka þekkingu og færni á grunnæfingum fimleika
  • Að auka sjálfstraust í keppni og traust til liðsfélaga
  • Að öðlast keppnisreynslu með liðinu

Útskýringar á keppnisreglum flokksins

Gólfæfingin á að vera 2:15-2:45 mínútur að lengd án þess að til frádráttar komi fyrir tíma.  Liðið þarf að sýna a.m.k. sex mynstur. Þar af þurfa tvö að vera bogadregin, eitt stórt og eitt lítið.  Stórt mynstur miðast við 9 dansrenninga.  Erfiðleiki æfinga er opinn.

Á dýnu framkvæmir hvert lið þrjár umferðir. Ein þarf að vera fram, ein afturábak og ein má vera blönduð, fram eða aftur.  Allt að 12 keppendur mega vera í hverri umferð á dýnu. Frádráttur er tekinn af öllum keppendum í umferðinni, honum deilt með fjölda keppenda og margfaldaður með sex.  Það má vera stígandi í umferð tvö og þrjú en í fyrstu umferð þurfa allir að gera eins.

Á trampólíni framkvæmir liðið þrjár umferðir.  Allt að 12 keppendur mega vera í hverri umferð á trampólíni. Frádráttur er tekinn af öllum keppendum í umferðinni, honum deilt með fjölda keppenda og margfaldaður með sex. Það má vera stígandi í umferð tvö og þrjú en í fyrstu umferð þurfa allir að gera eins. Frjáls hæð er á hestinum en amk. ein umferð þarf að vera framkvæmd með hesti.

1.FLOKKUR

Um flokkinn

Í 1. flokki hafa liðin möguleika á því að skrá sig til keppni í A-deild eða B-deild, áður en að Haustmóti kemur. Þau lið sem skrá sig í A-deild og ná 42 stigum eða yfir á Haustmóti, haldast í A-deild út keppnistímabilið. Ef liðið nær undir 42 stigum, hefur það tækifæri til þess að skrá sig í B-deild fyrir næsta mót, en það helst þá í B-deild út keppnistímabilið.  Aðeins þau lið sem keppa í A-deild hafa möguleikann á Íslands-, deildar- og bikarmeistaratitli.  Þau lið sem skrá sig í B-deild á Haustmóti og ná 42 stigum eða yfir, færast upp í A-deild og haldast þar út keppnistímabilið. Ef liðið skráir sig í B-deild og fær undir 42 stigum, getur það haldið sínum stað í B-deild en getur einnig valið að færa sig upp í A-deild, en það heldur sæti í þeirri deild sem það velur út tímabilið.  Lið sem eru í B-deild eftir Haustmót, haldast í B-deild út keppnistímabilið, jafnvel þó að það fái yfir 42 stig á einhverju móti á tímabilinu.

Helstu markmið

  • Að auka styrk, þol og liðleika fimleikamannsins
  • Að auka þekkingu og færni á grunnæfingum og flóknari æfingum fimleika
  • Að auka sjálfstraust í keppni og traust til liðsfélaga
  • Að liðsmenn tileinki sér markmiðasetningu
  • Að öðlast keppnisreynslu með liðinu á erlendum vettvangi

Útskýringar á keppnisreglum flokksins

Keppt er eftir reglum CoP í A-deild flokksins.  Engar undanþágur leyfðar.  Sjá reglurnar hér Keppnisreglur í hópfimleikum – UEG mfl. og 1. -5. flokkur

Í B-deild eru nokkrar undanþágur og má finna þær hér inná heimasíðu Fimleiksambands Íslands. Keppnisreglur hópfimleikar – Ísland

MEISTARAFLOKKUR

Um flokkinn

Í meistaraflokki  hafa liðin möguleika á því að skrá sig til keppni í A-deild eða B-deild, áður en að Haustmóti kemur. Þau lið sem skrá sig í A-deild og ná 42 stigum eða yfir á Haustmóti, haldast í A-deild út keppnistímabilið. Aðeins þau lið sem keppa í A-deild hafa möguleikann á Íslands-, deildar- og bikarmeistaratitli.  Þau lið sem skrá sig í B-deild á Haustmóti og ná 42 stigum eða yfir, færast upp í A-deild og haldast þar út keppnistímabilið.

Helstu markmið

  • Að auka styrk, þol og liðleika fimleikamannsins
  • Að auka þekkingu og færni í flóknari æfingum fimleika
  • Að auka sjálfstraust í keppni og traust til liðsfélaga
  • Að temja liðsmönnum markvissa markmiðasetningu
  • Að öðlast keppnisreynslu með liðinu á erlendum mótum

Útskýringar á keppnisreglum flokksins

Keppt er eftir reglum CoP í A-deild flokksins.  Engar undanþágur leyfðar.  Sjá reglurnar á Keppnisreglur í hópfimleikum meistaraflokkar.

Í B-deild eru nokkrar undanþágur og má finna þær á Keppnisreglur hópfimleikar – Ísland.

Iðkendasamningur

Iðkendur í meistaraflokkum félagsins gefst kostur á að sækja um iðkendasamning á hverju hausti.  Hann inniheldur samkomulag á milli félagsins og iðkandans um ákveðin atriði og getur þá iðkandinn fengið afslátt af æfingagjöldum eða þau niðurfelld að fullu.  Það er gert til að koma til móts við mikinn kostnað sem hlýst vegna æfinga- og  keppnisferða.

Keppnisfatnaður Gerplu fæst í Gerplubúðinni, Versölum þú eða í vefverslun gerplubudin.is

Keppnisfatnaður 5., 4. og 3. flokks

Keppt er í svörtum og rauðum fimleikabol og svörtum síðum leggings.

Keppnisfatnaður 2. Flokks

Keppt er í rauðum og svörtum dansgalla.

Keppnisfatnaður KKY

Keppt er í rauðum og bláum bol og bláum stuttbuxum

Utanyfirgalli félagsins