fbpx

Æfingagjöld

Starfsemi vorannar Gerplu 2022

Allar deildir hefjast 3.janúar* en fyrsta vikan er undirlögð í generalprufum fyrir afmælissýningu. Æfingar hefjast samkvæmt stundaskrá 10.janúar 2022*

*Með fyrirvara um breytingar vegna Covid

 

Greiðsla

Vert er að nefna að gjaldskrá Gerplu er alltaf hærri á vorönn þar sem önnin er ávallt 4-5vikum lengri en haustönn.

Verðskrá vorönn_2022_lokaútgáfa

Skilmálar æfingagjalda

Til þess að plássið sem úthlutað hefur verið sé tryggt þá þarf að ganga frá greiðslu æfingagjalda við skráningu. Ganga þarf frá greiðslu æfingagjalda á greiðslusíðu Gerplu. Ef iðkandi hefur ekki áhuga á að halda plássinu sínu þarf að senda formlega uppsögn á hildur.g@gerpla.is og er það á ábyrgð forráðamanna. Það þarf að gerast áður en önnin hefst.  Æfingagjöld eru ekki endurgreidd ef iðkandi hættir, nema vegna veikinda eða meiðsla. Þá þarf að skila inn læknisvottorði á skrifstofu Gerplu. 

Mótagjöld keppnishópa og annar kostnaður vegna móta eru ekki innifalin í æfingagjöldum.

Inni á greiðslusíðu Gerplu er hægt er að greiða með greiðslukorti. Hægt er að skipta niður í allt að fjórar greiðslur á haustönn. Á greiðsluseðlum bætast við greiðslu og umsýslugjöld en engin gjöld eru innheimt vegna greiðslukorta. Verðskrá er að finna hér í tengli að ofan.

Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum fyrir tilsetta dagsetningu hér að ofan áskilur Gerpla sér rétt til að setja æfingagjöldin á einn greiðsluseðil og bætast þá við seðilgjald og/eða  annar umsýslunarkostnaður ef bakfæra þarf reikninginn.

Frístundastyrkir

Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna til lækkunar á æfingagjöldum.
Vinsamlegast hakið við í viðeigandi reit í greiðsluferlinu. Æfingagjöldin lækka þá sjálfkrafa um leið. 

Afsláttur

Systkinaafsláttur er 10% sem reiknast á hvern fjölskyldumeðlim sem stundar æfingar í Gerplu. Afslátturinn reiknast sjálfkrafa við skráningu en afslátturinn kemur fram við greiðslu á öllum iðkendum eftir þann fyrsta. Þegar greitt er fyrir fyrsta barn reiknast enginn afsláttur en þegar greitt er fyrir næsta reiknast afslátturinn á báða iðkendur eitt og tvö.