Æfingagjöld

Starfsemi vorannar Gerplu hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn  3.janúar 2018.

Greiðsla

Æfingagjöld fyrir vorönn 3.janúar til 2.júní 2018  Almenn deild og Fimleikadeild

Æfingagjöld fyrir vorönn 3.janúar til 30.júní 2018 Áhaldadeild karla og kvenna og hópfimleikadeild

Til þess að plássið sem úthlutað hefur verið sé tryggt þá þarf að ganga frá greiðslu æfingagjalda fyrir 20.janúar 2018. Ganga þarf frá greiðslu æfingagjalda á greiðslusíðu Gerplu. Ef iðkandi hefur ekki áhuga á að halda plássinu sínu þarf að senda formlega uppsögn á hildur.g@gerpla.is og er það á ábyrgð forráðamanna. Það þarf að gerast áður en önnin hefst.  Æfingagjöld eru ekki endurgreidd ef iðkandi hættir, nema vegna veikinda eða meiðsla. Þá þarf að skila inn læknisvottorði á skrifstofu Gerplu. Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum fyrir tilsetta dagsetningu hér að ofan áskilur Gerpla sér rétt til að setja æfingagjöldin á einn greiðsluseðil og bætast þá við seðilgjald og/eða  annar umsýslunarkostnaður ef bakfæra þarf reikninginn.

Mótagjöld keppnishópa eru ekki innifalin í æfingagjöldum.

Inni á greiðslusíðu Gerplu er hægt er að greiða með greiðslukorti eða með greiðsluseðlum. Hægt er að skipta niður í allt að fimm greiðslur. Á greiðsluseðlum bætast við greiðslu og umsýslugjöld en engin gjöld eru innheimt vegna greiðslukorta. Verðskrá er að finna hér í tengli að ofan.

Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum fyrir tilsetta dagsetningu hér að ofan áskilur Gerpla sér rétt til að setja æfingagjöldin á einn greiðsluseðil og bætast þá við seðilgjald og/eða  annar umsýslunarkostnaður ef bakfæra þarf reikninginn.

Valæfing

Félagið mun áfram standa fyrir valæfingum fyrir keppnisflokka í áhalda- og hópfimleikum. Iðkendum í yngri keppnisflokkum félagsins stendur til boða að æfa aukalega einu sinni í viku. Það er mismunandi eftir því í hvaða þrepi/flokki iðkandinn er hvort æfingin er í tvær eða þrjár klst. Einungis er hægt að skrá sig í valæfinguna fyrir allt tímabilið og þurfa forráðamenn sjálfir að skrá iðkandann á þessa æfingu og ganga frá greiðslum fyrir hana sérstaklega. Það er gert á greiðslusíðu Gerplu. Iðkandi sem nýtir sér þessa æfingu þarf því að ganga tvisvar sinnum frá greiðslum fyrir haustönnina, annars vegar fyrir hefðbundnar æfingar hópsins og svo hins vegar fyrir valæfinguna.  Ekki er hægt að segja upp valæfingunni á miðju tímabili. Skráning er bindandi alla önnina.

Frístundastyrkir

Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna til lækkunar á æfingagjöldum.
Upplýsingar um frístundastyrk í Kópavogir eru hér. Leiðbeiningar varðandi frístundastyrkinn er að finna hér.
Leiðbeiningar varðandi Reykjavík er að finna hér. Við minnum forráðamenn á að það þarf að kalla fram frístundastyrkinn í greiðslukerfinu hjá Gerplu eftir að honum hefur verið úthlutað.
Varðandi upplýsingar um fyrirkomulag hjá öðrum sveitarfélögum þá er hægt að hafa samband við afgreiðslu Gerplu.

Afsláttur

Starfsmenn Gerplu setja inn fjölskylduafslátt og verður hann komin inn í kerfið 3.janúar 2018. Greitt er að fullu fyrir dýrasta æfingagjaldið en 20% afsláttur af öllum æfingagjöldum eftir það. Athugið að það er handvirk færsla og því geta komið tilfelli þar sem vantar afsláttinn og þá óskum við eftir því að haft verði samband við afgreiðslu Gerplu svo hægt sé að lagfæra það. Mikilvægt er að það sé gert áður en gengið er frá greiðslunni.