Starfsemi vorannar Gerplu 2023
Allar deildir hefja æfingar 4.janúar. Æfingataflan birtist inná sportabler.
Vinsamlegast tilkynnið til deildarstjóra fyrir 16.desember 2022 ef barnið ætlar ekki að halda æfingum áfram á vorönn.
Greiðsla
Vert er að nefna að gjaldskrá Gerplu er alltaf hærri á vorönn þar sem önnin er ávallt amk. 4 vikum lengri en haustönn.
Verðskrá vorönn_2023_
Æfingagjöld hækkuðu um 3,5% nú um áramót en þau hafa ekki hækkað síðan 2021.
Til þess að plássið sem úthlutað hefur verið sé tryggt þá þarf að ganga frá greiðslu æfingagjalda við skráningu. Ganga þarf frá greiðslu æfingagjalda á greiðslusíðu Gerplu. Ef iðkandi hefur ekki áhuga á að halda plássinu sínu þarf að senda formlega uppsögn á hildur.g@gerpla.is og er það á ábyrgð forráðamanna. Það þarf að gerast áður en önnin hefst. Æfingagjöld eru ekki endurgreidd ef iðkandi hættir, nema vegna langvarandi veikinda eða meiðsla. Þá þarf að skila inn læknisvottorði á skrifstofu Gerplu.
Mótagjöld keppnishópa og annar kostnaður vegna móta eru ekki innifalin í æfingagjöldum.
Inni á greiðslusíðu Gerplu er hægt er að greiða með greiðslukorti. Hægt er að skipta niður í allt að fjórar greiðslur á haustönn og fimm til sex greiðslur á vorönn. Á greiðsluseðlum bætast við greiðslu og umsýslugjöld en engin gjöld eru innheimt vegna greiðslukorta. Verðskrá er að finna hér í tengli að ofan.
Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum fyrir tilsetta dagsetningu hér að ofan áskilur Gerpla sér rétt til að setja æfingagjöldin á einn greiðsluseðil og bætast þá við seðilgjald og annar umsýslunarkostnaður 1500krónur ef bakfæra þarf reikninginn.
Frístundastyrkir – Endurnýjast í kerfinu í upphafi árs
Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna til lækkunar á æfingagjöldum.
Vinsamlegast hakið við í viðeigandi reit í greiðsluferlinu. Æfingagjöldin lækka þá sjálfkrafa um leið.
Skref 1 – Velja hvaða iðkanda þú ert að kaupa þjónustuna fyrir ef það er ekki búið að forskrá iðkandann í námskeið fyrirfram. ATH gætið að því að rétt þjónusta sé valin
Skref 2 – Ef önnur þjónusta hefur verið keypt sem fellur undir skilmála systkinaafsláttar kemur hann í skrefi 2 í kaupferli.
Skref 3 – Í þessu skrefi velur þú hvort þú viljir nota frístundastyrk eða ekki. ATH þessi möguleiki kemur ekki upp ef þjónustan sem er til sölu býður ekki upp á frístundastyrk.
Skref 4 – Í skrefi 4 sérðu hvað þú átt mikinn frístundastyrk inni og í línunni fyrir neðan velur þú þá upphæð sem þú vilt ráðstafa. Þá tengir kerfið þig við island.is og þar skráir þú þig inn til að geta nýtt frístundastyrkinn.
Skref 5 – Hérna býður félagið upp á greiðsludreifingu (ef við á).
Skref 6 – Hérna fyllir þú inn kortaupplýsingar. Val um kredit-/ debit kort eða greiðsluseðil.
Afsláttur
Systkinaafsláttur er 10% sem reiknast á meðaltal heildaræfingargjalds systkina. Dæmi barn 1 – námskeið kostar 50.000kr barn 2 – námskeið kostar 40.000kr. Meðaltalið er 45.000kr og reiknar afslátturinn af þeirri upphæð. Afslátturinn reiknast sjálfkrafa við skráningu en afslátturinn kemur fram við greiðslu á öllum iðkendum eftir þann fyrsta. Þegar greitt er fyrir fyrsta barn reiknast enginn afsláttur en þegar greitt er fyrir næsta reiknast afslátturinn á meðaltal æfingagjalda barns eitt og tvö. Sex vikum eftir að önnin hefst dettur systkinaafslátturinn út úr kerfinu.