fbpx

Æfingagjöld

Starfsemi haustannar Gerplu 2020

Almenn deild hefst sunnudaginn 30.ágúst

Grunn- og framhaldsdeild hefst laugardaginn 29.ágúst

Hópfimleikadeild hefst þriðjudaginn 4.ágúst

Áhaldafimleikadeild hefst þriðjudaginn 4. ágúst

 

Greiðsla

Verðskrá haust 2020

Skilmálar æfingagjalda

Til þess að plássið sem úthlutað hefur verið sé tryggt þá þarf að ganga frá greiðslu æfingagjalda við skráningu. Ganga þarf frá greiðslu æfingagjalda á greiðslusíðu Gerplu. Ef iðkandi hefur ekki áhuga á að halda plássinu sínu þarf að senda formlega uppsögn á hildur.g@gerpla.is og er það á ábyrgð forráðamanna. Það þarf að gerast áður en önnin hefst.  Æfingagjöld eru ekki endurgreidd ef iðkandi hættir, nema vegna veikinda eða meiðsla. Þá þarf að skila inn læknisvottorði á skrifstofu Gerplu. Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum fyrir tilsetta dagsetningu hér að ofan áskilur Gerpla sér rétt til að setja æfingagjöldin á einn greiðsluseðil og bætast þá við seðilgjald og/eða  annar umsýslunarkostnaður ef bakfæra þarf reikninginn.

Mótagjöld keppnishópa og annar kostnaður vegna móta eru ekki innifalin í æfingagjöldum.

Inni á greiðslusíðu Gerplu er hægt er að greiða með greiðslukorti eða með greiðsluseðlum. Hægt er að skipta niður í allt að fjórar greiðslur. Á greiðsluseðlum bætast við greiðslu og umsýslugjöld en engin gjöld eru innheimt vegna greiðslukorta. Verðskrá er að finna hér í tengli að ofan.

Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum fyrir tilsetta dagsetningu hér að ofan áskilur Gerpla sér rétt til að setja æfingagjöldin á einn greiðsluseðil og bætast þá við seðilgjald og/eða  annar umsýslunarkostnaður ef bakfæra þarf reikninginn.

Frístundastyrkir

Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna til lækkunar á æfingagjöldum.
Upplýsingar um frístundastyrk í Kópavogi eru hér. Leiðbeiningar varðandi frístundastyrkinn er að finna hér.
Leiðbeiningar varðandi Reykjavík er að finna hér. Við minnum forráðamenn á að það þarf að kalla fram frístundastyrkinn í greiðslukerfinu hjá Gerplu eftir að honum hefur verið úthlutað.
Varðandi upplýsingar um fyrirkomulag hjá öðrum sveitarfélögum þá er hægt að hafa samband við afgreiðslu Gerplu.

Afsláttur

Systkinaafsláttur er 10% sem reiknast á hvern fjölskyldumeðlim sem stundar æfingar í Gerplu. Afslátturinn reiknast sjálfkrafa við skráningu en afslátturinn kemur fram við greiðslu á öllum iðkendum eftir þann fyrsta. Þegar greitt er fyrir fyrsta barn reiknast enginn afsláttur en þegar greitt er fyrir næsta reiknast afslátturinn á báða iðkendur eitt og tvö.