fbpx

Fimleikaþrek fyrir boltakrakka

Haustið 2019 byrjuðum við með fimleikaþrek fyrir boltakrakka. Það er strax mjög vel sótt og mikil ánægja meðal krakkanna. Við erum með tvo hópa, einn fyrir krakka fædd 2007-2008 og annan fyrir krakka fædd 2009-2010. Þau æfa einu sinni í viku, í klukkutíma í senn.

Hópurinn er hugsaður fyrir krakka sem æfa boltaíþróttir. Til að styrkja jafnvægi, liðleika, hreyfiferla og almennan líkamsstyrk. Þessi hópur gerir fimleikaþrek sem við notum mikið hjá okkur til að byggja upp grunnstyrk, sem nýtist í allar íþróttir.

Þetta er fyrsta árið sem við bjóðum upp á svona hópa og við erum að meta eftirspurn og hvernig við getum sinnt henni sem best. Ef það eru einhverjar spurningar eða óskir þá má hafa samband við rakelm@gerpla.is