Óskilamunir úr blá og græna bílnum fara í Kórinn – Óskilamunir úr rauða bílnum fara í Gerplu(Versölum).
Rauði bílinn S:621-4107
Græni bílinn S:621-4108
Blái bílinn S:621-4120
Akstur frístundabílsins hefst mánudaginn 4.september 2023. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn komi upplýsingum til frístundaheimilanna eða skólans ef barnið þeirra á að taka bílinn á æfingu og þá hvaða lit og klukkan hvað. Skráning í bílinn fer fram í Völu. Starfsmenn frístundaheimilanna hafa verið duglegir að fylgja börnunum út á stoppustöð og þegar í bílinn er komið er það starfsmaður hans sem tekur við barninu og aðstoðar það við að fara út á réttum stað.
Mjög gott ef forráðamenn geta verið búnir að fara í gegnum rúntinn með barninu og sýnt því hvar það á að fara út svo það sé öruggara þegar aksturinn fer af stað.
Bílarnir eru þrír og eru merktir með þremur mismunandi litum í framrúðunni. Þannig geta börnin þekkt sína rútu eftir litnum. Hver bíll fer tvær ferðir á dag. Ekki er gert ráð fyrir því að bíllinn aki börnunum til baka á frístundaheimilin að lokinn æfingu og eru börnin því á ábyrgð foreldra eftir að æfingu lýkur. Starfsmenn verða í bílunum til að aðstoða börnin við að fara á réttan æfingastað.
Frístundavagninn er fyrst og fremst hugsaður fyrir börn í 1.-4.bekk.
Við hlökkum til að eiga gott samstarf og vonumst til að vagninn nýtist sem flestum í vetur.