Markmið:
Markmið verkefnisins er að auka íþróttaþátttöku barna og unglinga (6-15 ára) af erlendum uppruna og um leið að auðvelda sömu börnum og foreldrum þeirra aðlögun að íslensku samfélagi.
Tilgangur:
Verkefnið gengur út á það að nota tómstundir og íþróttir markvisst til að styrkja sjálfsmynd og sjálfsöryggi barna og ungmenna, kynna viðurkennd gildi íslensks samfélags og grunnréttindi þeirra og skyldur, þ.e að ná tli þeirra barna og unglinga sem ekki stunda íþrótta- eða tómstundastarf í dag.
Hverjir standa að verkefninu?
Kópavogur ásamt alþjóðlegu góðgerðarsamtökunum The Unity of Faiths Foundation (TUFF)
Skráning:
Skráning fer fram á skráningaforminu hér að neðan. Eftir skráningu hefur verkefnastjóri TUFF Gerplu samband og finnur viðeigandi hóp fyrir barnið.
Verkefnastjóri TUFF Gerplu:
Rakel Másdóttir, deildarstjóri almennrar deildar
441-8806 rakelm@gerpla.is
Skráning
Error: Contact form not found.