Skráning í Gerplu

Nýskráningar

Iðkendur eða forráðamenn þeirra iðkenda sem eru nýir þurfa að skrá iðkendur á biðlista skráning á biðlista hér. Athugið að leiðbeiningar varðandi skráninguna er að finna í viðhengi hér neðar.

Ef skrá á iðkandann í parkour þarf að velja sérstaklega parkour biðlista, annars er iðkandinn skráður á biðlistaflokk eftir kyni.

Þeir sem eru nú þegar á biðlista

Þeir sem eru skráðir á biðlista þurfa ekki að uppfæra eða skrá sig aftur við annarskipti heldur helst skráning þeirra inni á biðlistanum og verður haft samband um leið og pláss losnar eða að biðlistinn er uppfærður.

Upplýsingar um skráningarkerfið er að finna hér Nethjálp forráðamanna og iðkenda

Forskráning iðkenda sem nú þegar eru í hóp hjá félaginu

Á hverju vori fer fram forskráning hjá öllum iðkendum sem þá eiga pláss í hóp hjá félaginu. Það er gert til að tryggja að þeir iðkendur sem eigi pláss gangi fyrir nýskráningum næsta haust. Forskráningin fer fram í gengum skráningar- og greiðslusíðu Gerplu sem er að finna hér

Þeir sem gleyma að forskrá sig innan settra tímamarka geta ekki verið viss um að halda plássinu sínu og enda þá á biðlista.