fbpx

Gerpla Bikarmeistari í 2.þrepi & 1.þrepi & virkilega góður árangur ungs og efnilegra liða Gerplu í frjálsum æfingum

1þrepkk

2þrepkk

2þrep

1.þrepkvk

mfl

Gerpla var með lið í 2.þrepi kvenna en vegna meiðsla voru aðeins þrjár stelpur í liðinu en alls má hafa fimm liðsmenn og einkunnir þriggja hæstu telja á hverju áhaldi. Þessar flottur stúlkur létu þetta ekki á sig fá og sigruðu bikarmeistaratitilinn í 2.þrepi kvenna.

Lið Gerplu í 1.þrepi kvenna gerði sér einnig lítið fyrir og tók bikarmeistaratitilinn þar en hörð keppni var við Bjarkarstúlkur í þess þrepi. Í frjálsum æfingum var Gerpla með lið þar sem reynsluboltinn Agnes Suto,  Thelma Aðalsdóttir sem er ný skriðin í fullorðinsflokk og tvær ungar stelpur þær Sonja Margrét Ólafsdóttir og Tinna Sif Teitsdóttir sem eru að stíga sín fyrstu skref í frjálsum æfingum skipuðu lið Gerplu. Þær komu skemmtilega á óvart og náðu að næla sér í 3 sæti sem var virkilega flottur árangur.  Það er ljóst að það er miklar framfarir innan liða Gerplu og verður spennandi að fylgjast með þessum stelpum á næstu mótum.

Í 2.þrepi drengja var Gerpla eina félagið sem sendi inn lið og var sigurinn því nokkuð öruggur að þessu sinni en gaman var að fylgjast með framförum drengjanna í liðinu. Þeir sýndu hver á eftir öðrum flotta takta og ljóst að þeir eru að styrkjast mikið og nýjar erfiðari æfingar að koma inn í rútínur þeirra. Í 1.þrepi drengja átti Gerpla tvö lið og var hörð keppni á milli þessara liða. Svo fór að lið Gerplu 1 stóðu uppi sem Bikarmeistarar en gaman að er sjá að Gerpla eigi nógu sterkan hóp í tvö lið í þessum flokki.

Í frjálsum æfingum karla var hörð keppni á milli Ármanns og Gerplu. Gerpla gat því miður ekki telft fram sínu sterkasta liði að þessu sinni þar sem Valgarð Reinhardsson núverandi Íslandsmeistari og Eyþór Örn Baldursson voru báðir frá vegna meiðsla á þessu móti. Það var því í höndum yngri drengjanna að stíga upp og koma inn í liðið í þeirra stað og stóðu þeir sig mjög vel. Svo fór að Ármann tók sigurinn en við getum svo sannarlega verið stolt af okkar strákum og ljóst að framtíðinn er björt hjá Gerplu.

You may also like...