fbpx

Haustmót grunn- og framhaldshópa Gerplu 2016

 

boti

Það var líf og fjör í Gerplu um helgina þegar haustmót grunn- og framhaldsdeildar fór fram í húsakynnum Gerplu.  Allir grunn- og framhaldshópar félagsins eða rúmlega 500 börn tóku þátt í mótinu. Mótið fór vel fram, allar tímasetningar stóðust og voru margir sem lögðu leið sína í Gerplu til að líta upprennandi fimleikasnillinga augum.  Börnin stóðu sig öll með stakri prýði og er framtíðin björt í Gerplu.  Starfsfólk, þjálfarar, iðkendur og sjálfboðaliðar lögðu sitt af mörkum til að mótið yrði að veruleika og kunnum við þeim þakkir fyrir vel unnin störf.  Til hamingju með mótið!

 

tvisla sla

You may also like...