fbpx

Vorönn 2024

Nú er haustönnin senn á enda og ný önn handan við hornið með hækkandi sól. Ný önn hefst þann 3. janúar 2024 í keppnisdeildum félagsins en í grunn- og framhaldsdeild, parkourdeild og almennri deild hefjast æfingar 6. janúar.

Þeir iðkendur sem voru hjá okkur á haustönn í öllum hópum nema kríli og böngsum eru sjálfkrafa skráðir áfram nema þeir láti vita af öðru. Vinsamlegast verið í sambandi við deildarstjóra um allar tilfærslur hvort heldur er á milli hópa eða deilda.

Við vekjum sérstaka athygli á því að frístundastyrkur sveitarfélaganna endurnýjast um áramót og því er mikilvægt að ganga EKKI frá greiðslu fyrr en í janúar 2024 til að geta nýtt hann til niðurgreiðslu.

Skráningar í Krílahópa og bangsahóp hefst 2. janúar 2024 klukkan 10:00. Þar gildir fyrstur kemur fyrstur fær og hvetjum við ykkur því að hafa hraðar hendur ef þið viljið tryggja ykkur pláss.

Það er margt spennandi á döfinni hjá okkur á vorönninni en hún endar með stórglæsilegri vorsýningu 31. maí og 1. júní.

Ef þú ert iðkandi eða átt barn sem vill bætast í Gerplufjölskylduna þá ekki hika við að hafa samband við okkur á gerpla@gerpla.is og við aðstoðum þið við að finna þær æfingar sem henta hverjum og einum.

Við þökkum kærlega fyrir frábært samstarf og skemmtilega tíma á haustinu 2023 og hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári. Gleðilega jólahátíð og heillaríkt komandi ár.

You may also like...