fbpx

Þrepamót í 1.-3. þrepi

Þrepamót FSÍ í 1.-3 þrepi fór fram í Björk um helgina. Iðkendur Gerplu áttu virkilega flott mót um helgina og var gaman að fylgjast með þeim uppskera ríkulega eftir miklar æfingar frá síðusta móti og góður undirbúningur fyrir Bikarmót FSÍ sem fer fram eftir 4 vikur.

Keppnin hófst á laugardeginum með keppni í 3. þrepi stúlkna 12 ára og 11 ára og yngri. Gerpla átti einn keppanda í flokki 12 ára og sjö keppendur í flokki 11 ára og yngri. Í flokki 11 ára og yngri varð Berglind Sara Erlingsdóttir í 3. sæti í fjölþraut og rétt á eftir henni í 4. sæti varð Ísabella Benonýsdóttir. Ísabella bætti svo við gullverðlaunum á stökki og jafnvægisslá og Berglind Sara fékk silfurverðlaunum á tvíslá og jafnvægisslá. Tanja Mist Þorgeirsdóttir nældi sér svo í brons fyrir æfingar á jafnvægisslá.

Í 3. þrepi 13 ára og eldri átti Gerpla tíu keppendur og varð Bylgja Ýr Þórarinsdóttir í 2. sæti á stökki og gólfi.

Á sunnudeginum kepptu stúlkurnar í 1.- 2. þrepi og drengirnir í 3.-1. þrepi. Gerpla átti sjö keppendur í kvennahlutanum og tólf keppendur karla megin.

1. og 2. þrep kvenna

Í 2. þrepi kvenna 13 ára og eldri kom sá og sigraði hún Alma Rún Oddsdóttir í fjölþraut, hún vann einnig til silfurverðlauna á stökki og gullverðlauna á tvíslá. Saga Ólafsdóttir nældi sér í bronsverðlaun á tvíslá. Í 1. þrepi kvenna 13 ára og yngri varð Margrét Dóra Ragnarsdóttir í 2. sæti á stökki.

Í 1. þrepi karla sigraði Ragnar Örn Ingimarsson í fjölþraut og á öllum áhöldum. Í 2. þrepi karla sigraði Zsombor Ferenc Kováts í fjölþraut, Eysteinn Daði Hjaltason varð í 2. sæti og í 3. sæti varð Tómas Andri ÞorgeirssonBjarni Hafþór Jóhannsson sigraði æfingar á gólfi, Zsombor varð í 2. sæti og Tómas Andri í því þriðja. Fyrir æfingar á bogahesti varð Zsombor hlutskarpastur, Vilhjálmur Árni Sigurðsson var í 2. sæti og Tómas Andri Þorgeirsson í því þriðja. Tómas Andri sigraði síðan æfingar í hringjum, Bjarni Hafþór varð í 2. sæti og Vilhjálmur í því þriðja. Eysteinn Daði sigraði svo æfingar á stökki, Vilhjámlur Árni í 2. sæti og Bjarni Hafþór í 3. sæti. Zsombor sigrað æfingar á tvíslá. Vilhjálmur Árni í öðru sæti og Eysteinn Daði í þriðja sæti. Á svifrá sigraði Tómas Andri, Eysteinn í öðru sæti og Zsombor í þriðja sæti.

3. þrep 11 ára og yngri sigraði Valdimar Björgvin í fjölþraut og á öllum áhöldum. 3. þrep 12-13 ára var Ísak Þór Ívarsson í 2. sæti í fjölþraut, hann vann gullverðlaun á svifrá, silgurverðlaun á gólfi og bronsverðlaun  á hringjum og tvíslá. 3. þrep 14 ára og eldri var eingöngu veitt verðlaun fyrir 1. sæti og varð Tadas Eidukonis hlutskarpastur í fjölþraut og á öllum áhöldum.

Frábæru þrepamóti lokið og erum við virkilega stolt af keppendum okkar og þjálfurum þeirra. Við viljum einnig þakka frábærum foreldrum og ættingjum sem fjölmenntu í stúkuna til að styðja við bakið á þessum flottu keppendum.

You may also like...