fbpx

Gerpla Bikarmeistari í 1.flokki & mikil gjóska í yngri flokkum Gerplu

12764483_957362434300784_5051987796360335640_o

Bikarmót unglinga í hópfimleikum fór fram í Gerplu helgina 26.-28.febrúar síðastliðin. Gerpla átti alls 12 lið en keppt var í 5 aldurflokkum. Alls voru um 1000 keppendur á mótinu frá öllum landshlutum.

Keppnin byrjaði á föstudegi í 1.flokki og þar gerðu Gerplustelpur sér lítið fyrir og unnu í A riðli og B riðli sem verður að teljast frábær árangur. Gerplustúlkur hömpuðu þar með Bikarmeistaratitlinum og unnu sér einnig keppnisrétt á Norðurlandamóti unglinga sem fer fram í Odense í Danmörku í apríl.

Á laugardegi var svo keppt í 4.fl & 2.fl og var virkilega hörð keppni í báðum þessum flokkum. Í A riðli 4.flokks var virkilega hörð keppni og lið Gerplu í fyrsta sæti þegar eitt áhald var eftir en vegna smávægilegra mistaka á dýnunni enduðu þær í 3.sæti sem er mjög flottur árangur. Í B riðli var lið Gerplu gífurlega sterkt og endaði uppi sem sigurvegari riðilsins. Í C riðli var lið Gerplu í öðru sæti eftir harða keppni við lið Hattar.

Í 2.flokki var spennan gífurlega og ljóst að Gerpla og Stjarnan voru að bítast um sigurinn. Lið Gerplu byrjaði á trampólíni og gerði mjög glæsilegar æfingar. Eftir tvö áhöld var Gerpla stigahæsta liðið bæði á dýnu og trampólíni. Þegar komið var að dansinum var spennan í hámarki og mistök í dansinum kostuðu þær því miður sigurinn og enduðu þær í 2.sæti sem er frábær árangur.

Á sunnudeginum hélt svo keppnin áfram í 5.fl & 3.fl. Gerpla átti tvö lið í 5.flokki og var virkilega gaman að sjá þessar ungu og efnilegu stelpur spreyta sig á sínu fyrsta FSÍ móti en 5.flokki fá allir þátttakendur þátttökuverðlaun. Í 3.flokki var spennan ekki síðri en í öðrum flokkum og var ljóst að í A riðli væru það lið Gerplu, Hattar og Fima sem myndu bítast um sigurinn. Svo fór að lið Hattar stóð uppi sem sigurvegari eftir glæsilega æfingar en lið Gerplu hreppti silfurverðlauninn og lið Fima bronsverðlaun. Í B riðli endaði lið Gerplu í í fjórða sæti rétt á eftir Fylkir stúlkum og í 2.sæti í C riðli en þar var mjög mjótt á mununum milli liðs Gerplu og Fima sem endaði í 1.sæti.

You may also like...