fbpx

Skipulag fyrir bikarmót í hópfimleikum

Bikarmótið í hópfimleikum fer fram í Ásgarði um helgina. Keppt verður í 2.flokki, 1.flokki og meistaraflokki. Gerpla sendir sex lið til þátttöku á mótinu og má búast við spennandi keppni í flestum flokkum. Lið Stjörnunnar eru ríkjandi bikarmeistarar í meistaraflokki kvenna og 1. flokki kvenna. En Gerpla er núverandi bikarmeistari í 2.flokki kvenna og meistaraflokki karla. Við hvetjum alla sem hafa tök á að mæta í Ásgarð um helgina og styðja við bakið á Gerpluliðunum.

Hér má sjá skipulagið á mótinu um helgina:  Skipulag_WOW-Bikarmót2018

You may also like...