fbpx

Bikarmeistarar karla og kvenna 2018

Gerpla kom sá og sigraði á Bikarmóti FSÍ í áhaldafimleikum sem haldið var í húsakynnum Björk í Hafnarfirði helgina 17.-18. mars. Gerpla tefldi fram einu liði í kvennaflokki en þar kepptu alls fimm lið og í karlaflokki átti Gerpla hvorki fleiri né færri en þrjú lið en alls kepptu 4 lið í flokknum. Í karlaflokknum var sigurinn aldrei spurning og var baráttan frekar um annað sætið en það fyrsta. Lið Gerplu eitt sigraði með miklum yfirburðum og varð sameiginlegt lið Ármanns og Björk í 2.sæti og Gerpla 2 í 3.sæti. Í kvennaflokknum var mikil spenna allt frá upphafi til enda og gat keppnin farið hvernig sem er. Gerplustúlkur byrjuðu á jafnvægisslá sem var ekki þeirra áhald á mótinu og hleyptu þær mikilli spennu í keppnina. Þær voru svo bestar bæði á stökki og gólfi og áttu fína tvíslá og sigruðu með 1,4 stigum en lið Ármanns varð í 2. sæti og varð lið Björk Bikarmeistara síðasta árs að sætta sig við þriðja sætið.

Gerplufólk gerði svo gott betur og unnu bikarmeistaratitila einnig í 1. og 2.þrepi kvenna sem og 3.sæti í 2.þrepi kvenna. Það er frábær árangur hjá kynslóðinni sem er að koma upp. Í karlaflokki urðu 1.þreps drengir einnig bikarmeistarar en í þeim flokki var engin keppni. Í 3.þrepi var einnig hörkuspennandi keppni og var A-lið Gerplu hársbreidd frá því að komast á pall í kvennakeppninni. Þær sýndu engu að síður frábærar æfingar og miklar framfarir og enduðu í 4.sæti. Lið Gerplu B í 3.þrepi endaði í öðru sæti og lið Gerplu B2 í því fjórða en alls kepptu sex lið í B-keppninni og 9 lið í A-keppninni. Strákarnir okkar kepptu einnig í 3.þrepi og enduðu þeir í 3.sæti og sýndu miklar framfarir frá síðasta móti.

Þessi frábæri árangur Gerplufólks er uppskera þrotlausra æfinga með metnaðarfullum þjálfurum sem styðja við bakið á iðkendum. Foreldrum er kærlega þakkað fyrir stuðninginn og hvatninguna. Til hamingju með frábæran árangur!

 

             

Frjálsar æfingar kvenna – Bikarmeistarar                                  Frjálsar æfingar karla – Bikarmeistarar

1.þrep karla – Bikarmeistarar

                                

2.þrep kvenna – Bikarmeistarar                                                           1.þrep kvenna – Bikarmeistarar

Frjálsar æfingar karla og kvenna og 1.þrep kvk

                

2.þrep kvenna                                                                            Frjálsar æfingar karla 1. og 3.sæti

3.þrep kvenna B-lið

        

3.þrep kvenna B-lið                                                                   3.þrep karla 3. sæti

3.þrep kvenna A-lið

                

2. þrep kvenna lið tvö 3.sæti                                                           Frjálsar æfingar karla öll þrjú liðin!

            

Frjálsar æfingar kvenna ásamt þjálfurum                                       2.þreps liðin ásamt þjálfurum

 

You may also like...