fbpx

Valgarð íþróttamaður UMSK

Valgarð Reinhardsson var kosinn íþróttamaður UMSK á ársþingi UMSK sem haldið var í aðstöðu Gróttu á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 21.febrúar. Valgarð náði þeim frábæra árangri á síðasta ári að komast í úrslit á stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem og að vinna til verðlauna á tvíslá á Norðurlandamótinu í Danmörku svo ekki sé talað um titlana sem hann vann á innlendum vettvangi. Valgarð er fyrirmyndar fimleikamaður sem leggur hart að sér og stefnir ótrauður á Ólympíuleikana í Tokyo á næsta ári. Hann lauk í dag keppni á heimsbikarmóti í Melbourne í Ástralíu en þar keppti hann á gólfi, stökki, tvíslá og svifrá. Hann var grátlega nálægt úrslitum á þremur áhöldum og nokkuð ljóst að hann er á réttri leið. Þetta mót fer í reynslubankann og mun án efa nýtast þegar hann keppir á Evrópumótinu í Póllandi í apríl. Við erum afar stolt af Valgarði en hann er íþróttamaður Kópavogs, UMSK og Fimleikasambands Íslands.

Valgarð í keppni á stökki á heimsbikarmótinu í Melbourne í Ástralíu 2019
Íþróttamaður Kópavogs 2018- Valgarð á heimsbikarmótinu í Melbourne 2019


You may also like...