fbpx

Bikarmót meistaraflokka í hópfimleikum

12828561_469544999836894_170198716093661119_o

Bikarmót meistaraflokka í hópfimleikum fór fram fyrstu helgina í mars og var haldið á Ásgörðum í Garðabæ. Ljóst var fyrir mótið að hörð keppni yrði milli liðs Gerplu og Stjörnuna í kvennaflokki en einnig yrði mjög spennandi keppni í flokki blandaðra liða þar sem Gerpla, Stjarnan og Selfoss myndu etja kappi.

Blandað lið Gerplu átti mjög gott mót og náði að bæta sig um rúmlega tvo heila í stigagjöf frá síðasta móti en liðið var sett saman um áramótin og hefur því ekki haft langan undirbúningstíma. Svo fór að þau enduði í 2.sæti rétt á eftir lið Selfoss og ljóst er að keppnin um Íslandsmeistaratitilinn verður mjög hörð í þessum flokki í vetur.

Í kvenna flokki kepptu tvö lið frá Gerplu. Gerpla B endaði í 4 sæti einungis 0.6 stigum frá 3.sætinu en þetta er afburðagóður árangur þar sem um mjög ungt lið er að ræða sem var samansett af stelpum úr 1.fl og 2.fl.  Liðið var sett saman á rúmri viku og innihélt stelpur úr 2.fl A , 1.fl B og tveim stelpum úr 1.fl A þannig að það má segja að þetta hafi verið frábær árangur og reynsla fyrir stelpurnar að fá að keppa á þessu mót sem var fyrsta mótið í beinni sjónvarps útsendingu hjá mörgum þeirra.

A lið  Gerplu  átti ágætt mót en mikil endurnýjun hefur verið á liði Gerplu undanfarin ár. Það voru sannarlega gleðitíðindi að sjá Valgerði Sigfinnsdóttur og Glódísi Guðgeirsdóttur aftur vera komnar í liðið. Líkt og margir vita meiddist Valgerður illa á Evrópumótinu í hópfimleikum 2014 og hefur verið frá keppni og æfingum í lengri tíma vegna þeirra. Glódís tók ákvörðun að taka sér smá hvíld frá fimleikunum og hefur verið að stunda bæði Crossfit og stangastökk en mikið gleði efni að hún sé komin aftur í fimleikagallann því hún er sannarlega ein fremsta fimleikakona landsins. Meiðsl hafa samt verið að hrjá liðið og var Ingunn Jónasdóttir og Eyrún Inga Sigurðurðardóttir hvorugar með að þessu sinni en þær hafa báðar spilað lykilhlutverk í liðinu. Svo fór að Gerpla endaði í 2. sæti á eftir sterku liði Stjörnunnar en spennandi verður að sjá þessi tvo lið etja kappi á Íslandsmótinu í apríl.

12823252_469545046503556_4372281654154399123_o (1)

You may also like...