fbpx

Heiður ráðin fjármálastjóri Gerplu

_PCS4584

Heiður Hjaltadóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Gerplu.

Heiður er fædd árið 1973 og hefur verið innheimtustjóri hjá Prentsmiðjunni Odda frá árinu 2007-2015. Heiður var forstöðumaður fjárreiðudeildar Akureyrarkaupstaðar ár árunum 2003-2007 og þá starfaði hún einnig hjá KPMG endurskoðun á Akureyri á árunum 2000-2003.

Heiður er með B.Sc í viðskiptafræði og hefur einnig  tekið hluta af meistaranámi í viðskiptafræði.

Heiður þekkir starfsemi félagsins vel en hún hefur verið foreldri í félaginu nokkur ár og hefur verið umsjónarmaður í foreldrastarfi félagsins.

Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.

You may also like...