fbpx

Haustmót yngri í hópfimleikum og stökkfimi

4. fl kvenna, 3. flokkur stökkfimi, KKy og KKe hóparnir frá Gerplu kepptu á haustmótinu í hópfimleikum og stökkfimi sem haldið var í Aftureldingu um síðustu helgi. Gerpla átti sex lið í hópfimleikum og þrjú lið í stökkfimi. 

Stökkfimi er nánast það sama og hópfimleikar fyrir utan að það er í boði að vera með færri í hverju liði og kröfur á fimleikalega getu eru aðeins lægri. Í þeim hluta kepptu 19 lið og Gerpla átti þrjú þeirra og stóðu liðin sem mjög vel á mótinu en liðin urðu í 3. sæti, 8. sæti og 9. sæti. Öll liðin áttu góðan dag og fengu góða reynslu og gleði út úr mótinu.

Í hópfimleikunum karla mætti Gerpla með þrjú lið til keppni. KKe liðið okkar lenti í 2. sæti eftir gott mót, og KKy liðin enduðu í 3. og 6. sæti. Á mótinu unnust einnig persónulegir sigrar en sumir voru að keppa í fyrsta skipti og aðrir að keppa með nýjar æfingar. Við erum spennt að fylgjast með strákunum okkar í vetur.

Í hópfimleikunum kvenna voru 27 lið skráð til keppni og áttum við í Gerplu þrjú lið þar. Liðin urðu í 5. sæti, 12. sæti og 20. sæti. Öll liðin áttu góðan dag á dýnu og trampolíni en liðin eiga inni á gólfinu og stefnum á bætingu á næsta móti.

Við erum stolt af iðkendum okkar og þjálfurum sem hafa unnið vel í haust og verður gaman að fylgjast með þessum hópum á mótunum eftir áramót!

Myndir: https://gerpla.smugmug.com/2023/Haustmot-i-hopf-yngri
Úrslit: https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/2823

You may also like...