fbpx

Þrepamót 2019

Þrepamót Fimleikasambands Íslands voru keyrð á þremur helgum frá lokum janúar og var síðasta þrepamótið haldið um liðna helgi í Egilshöll. Keppt var í 1.-5.þrepi stúlkna og drengja í nokkrum aldursflokkum. Gerpla sendi rúmlega 100 keppendur samtals til keppni á öll mótin þrjú sem er um 20% heildarþátttakenda. Iðkendur Gerplu stóðu sig vel bæði í stúlkna og drengjaflokki og unnust mörg verðlaun og enn fremur miklu fleiri persónulegir sigrar sem ekki verða upptaldir hér. Næsta verkefni hjá þessum iðkendum er bikarmót sem haldið verður á tveimur helgum en það fyrra fer fram 1.-3. mars í 1.-3.þrepi og frjálsum æfingum í Egilshöll í umsjón Fjölnis og síðara bikarmótið fer fram viku síðar í 4. og 5.þrepi og verður það mót haldið í Björk í Hafnarfirði. Við erum afar stolt af iðkendunum okkar og hlökkum til að fylgjast með þeim áfram. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þrepamótum 2019. ÁFRAM GERPLA!

You may also like...