fbpx

Val á Alþjóðleika Special Olympics 2019

Íþróttasamband Fatlaðra hefur sent frá sér val á keppendum á Alþjóðleika Special Olympics í Abu Dabi 2019.

Alls eru 4 sæti í boði í fyrir Ísland í fimleikagreininni og er Gerpla afskaplega stolt af því að eiga um helming iðkenda.

 

Það voru þeir Magnús Orri Arnarson og Unnar Ingi Ingólfsson sem valdir voru til þess að fara á Alþjóðleika Special Olympics. 

Magnús Orri og Unnar Ingi æfa báðir hjá Gerplu en Magnús Orri æfir einnig hjá Keflavík.

Við óskum þeim félögum innilega til hamingju með sætin sín og sendum þeim okkar bestu fimleikakveðjur.

 

You may also like...