fbpx

Æfingabúðir í Ungverjalandi

Stór hópur iðkenda í 4. og 3. þrepi stúlkna og drengja er nú í æfingabúðum í Györ í Ungverjalandi. Hópurinn hélt utan á laugardaginn var og flaug til Búdapest og komust svo á leiðarenda með rútu. Hópurinn æfir við fyrsta flokks aðstæður í keppnishöll þar sem Ólympíuleikar evrópuæskunnar voru haldnir síðasta sumar. Þeirri höll er búið að breyta í fyrsta flokks æfingaaðstöðu. Æfingar fara vel af stað og veðrið leikur við krakkana. Með þeim í för er fríður hópur þjálfara og foreldra. Við óskum þeim alls hins besta í æfingabúðunum og vonum að þau njóti sólarinnar sem vart lætur sjá sig hérna heima.

You may also like...