fbpx

GK mót eldri og Mótaröð 2

Mikið var um að vera hjá hópfimleikadeild Gerplu um síðustu helgi. GK mótið í hópfimleikum fór fram í Ásgarði í Garðabæ. 

Strákarnir í KKE sýndu flottar æfingar og stóðu sig mjög vel og enduðu í 3. sæti, hársbreidd frá silfrinu. 

Svo voru það stelpurnar í 3. fl. kvenna sem stóðu sig heldur betur vel. 3. flokkur 3 keppti í B deild og urðu þær í öðru sæti þar, einungis 0.060 stigum frá 1. sætinu. 

3. flokkur 1 og 2 kepptu bæði í A deild, 3. flokkur 1 hefur verið framúrskarandi og unnu þær mótið með tæplega 5 heilum stigum. Þær eru komnar með mjög háan erfiðleika í sínar æfingar. 3. flokkur 2 gerði sér svo lítið fyrir og varð í 3. sæti. Mjög gaman að fylgjast með þessum stóra hóp.

2. flokkur keppti einnig á GK mótinu, þær enduðu í 4. sæti á mótinu en þær voru að nota mótið sem æfingamót fyrir Bikarmótið sem er eftir 3 vikur og fengu að gera stökk sem voru ekki alveg tilbúin en var nauðsynlegt skref að taka annað slagið. 2. flokkur 2 keppti í stökkfimi þar sem þær enduðu í 2. sæti eftir góðan keppnisdag.

Meistaraflokkur kvenna, 1. flokkur kvenna og 1. flokkur mix kepptu svo á móti sem heitir Mótaröð og var þetta mót númer 2 í þeirri keppni. Þar er ekki aldurs- eða kynjaskipt heldur keppa öll liðin á móti hvort öðru. 

Meistaraflokkur kvenna sýndu flottar æfingar og enduðu í öðru sæti á mótinu. Þær voru að keyra mikinn erfiðleika og margar fengu að gera í hverri umferð. 1. flokkur kvenna áttu flottan dag og enduðu í 6. sæti og 1. flokkur mix endaði í 10. sæti. Öll þessi lið voru að nota þetta mót sem æfingamót fyrir Bikarmótið sem er eftir tæpar 3 vikur. Þar mun liðið í meistaraflokki reyna að verja bikarmeistaratitilinn sem þær unnu fyrir ári síðan. Liðin í 1. flokkur keppa svo um meira en Bikarmeistaratitil á því móti því að Bikarmótið er úrtökumót fyrir Norðurlandamót unglinga sem haldið er í Lund í Svíþjóð í apríl á þessu ári. Þau tvö lið sem enda með hæstu einkunn á Bikarmótinu í hverjum kynjaflokki tryggja sér þátttökurétt á því móti og því til mikils að vinna. 

Myndir af mótinu: https://gerpla.smugmug.com/2024/Mtar-2

You may also like...