fbpx

Góður árangur á Evrópmótinu í Portúgal

Góður árangur náðist á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fór í Portúgal um liðna helgi. Ísland sendi til þátttöku fjögur lið í jafnmörgum flokkum.

Hörðust var keppnin í kvennaflokki þar sem fyrirfram var vitað að baráttan yrði á milli Sænska liðsins og þess Íslenska. Íslensku stelpurnar gerðu allt sitt besta til að ná gullinu og geta gengið sáttar frá borði en þær enduðu í 2.sæti með aðeins 0,2 stiga mun. Stelpurnar voru heldur betur mættar til leiks og sýndu flottustu kvennadýnu mótsins fullan af erfiðleika og frábærri útfærslu svo um var talað.

Stúlknaliðið okkar var einnig í baráttunni um gullið en keppnin var mjög hörð á milli Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar. Svo fór að stelpurnar urðu í 3.sæti en þær voru einnig að sýna sitt besta og það dugði ekki til. Svíar urðu Evrópumeistarar og Danir urðu í 2.sæti en þeir náðu frábærri danseinkunn í úrslitum sem varð til þess að þeir fóru framúr íslenska liðinu. Ungu stelpurnar eru reynslunni ríkari og verða hungraðar í eitthvað meira þegar þær mæta til Danmerkur á Em 2020.

Blandað lið fullorðina átti svakalega flott mót og toppuðu klárlega á réttum tíma. Keppnin var geysilega hörð um fjögur efstu sætin. Baráttan um þriðja sætið var á milli Íslands og Noregs en gólfæfingar blandaða liðsins í úrslitum skilaði þeim bronsinu en þær voru svakalega vel framkvæmdar.

Blandað lið unglinga toppuðu sig í undanúrslitum og sýndu frábærar æfingar á öllum áhöldum og voru í 4.sæti fyrir úrslitin. Þau sýndu mikla leikgleði og liðsheild í gegnum allt mótið og var gaman að horfa á þau. Í úrslitum urðu mistök á trampólíni en í svona harðri keppni eru öll mistök dýrkeypt og enduðu þau þá í 4.sæti en Danir unnu flokkinn, Svíar í 2.sæti og Norðmenn í því þriðja. Breska liðið kom svo fast á hæla þess íslenska í 5.sæti en aðeins munaði 0,1 á fjórða og fimmta sæti.

Fjöldi áhorfenda lögðu leið sína til Portúgals til að styðja við bakið á sínu fólki. Hér má sjá okkar fólk sem var að sjálfsögðu mætt á pallana til að hvetja liðin áfram!

Gerpla átti flotta fulltrúa á mótinu í landsliðum Íslands.

Í blönduðu liði unglinga voru Edda Berglind Björnsdóttir, Guðrún Edda Sigurðardóttir og Sólveig Rut Þórarinsdóttir
Þjálfarar frá Gerplu voru Ragnar Magnús Þorsteinsson og Björk Guðmundsdóttir sem og Þórarinn Reynir Valgeirsson

Í blönduðu liði fullorðina voru Alexander Sigurðsson og Eysteinn Máni Oddsson
Þjálfari frá Gerplu var Magnús Óli Sigurðsson

Í stúlknaliði voru Adela Björt Birkisdóttir, Birta Ósk Þórðardóttir, Bryndís Guðnadóttir og Helga María Hjaltadóttir.
Þjálfari frá Gerplu var Þorgeir Ívarsson

Í kvennaliði voru  Karitas Inga Jónsdóttir, Kristín Amalía Líndal, Margrét Lúðvígsdóttir, Sólveig Ásta Bergsdóttirog Valgerður Sigfinnsdóttir.

Síðasta sumar hófu störf hjá okkur í Gerplu fjórir sænskir þjálfarar. þeir tóku allir þátt á EM. Patrik Hellberg og Jacob Engdahl kepptu með blönduðu liði Svía og hömpuðu Evrópumeistaratitlinum í þeim flokki. Þeir Patrik Gustavsson og Albin Lundin kepptu með karlaliði Svía og enduðu í 2.sæti eftir æsispennandi keppni við Danska landsliðið.

Hér má sjá myndir af liðunum sem kepptu fyrir Ísland og einnig myndir af sænsku liðunum frá því um helgina.

Til hamingju með frábæran árangur!

 

 

You may also like...