fbpx

Landsliðsfólkið komið heim

Gerpla tók á móti iðkendum og þjálfurum félagsins sem voru í íslenska landsliðinu í áhaldafimleikum sem fór frægðarför til Halmstad í Svíþjóð um síðustu helgi. Það var stjórn félagsins ásamt fulltrúum framsóknarflokksins, þeim Birki Jóni Jónssyni og Sigurjóni Jónssyni sem afhentu þeim rósir á æfingu í gær. Birkir Jón og Sigurjón voru í heimsókn hjá Gerplu að skoða og kynna sér starf félagsins.

Eftirtaldir Gerpluiðkendur voru í landsliðum Íslands á mótinu: Agnes Suto, Eyþór Örn Baldursson, Hrannar Jónsson, Hróbjartur Pálmar Hilmarsson, Norma Dögg Róbertsdóttir, Pálmi Rafn Steindórsson, Thelma Rut Hermannsdóttir. Þjálfararnir Guðmundur Þór Brynjólfsson, Guillmero Alvarez og Róbert Kristmannsson voru landsliðsþjálfarar í ferðinni.

Kvennalið Íslands vann til bronsverðlauna á mótinu í liðakeppni og þá vann Norma Dögg Róbertsdóttir til silfurverðlauna á stökki kvenna og Eyþór Örn Baldursson vann til bronsverðlauna í hringjum í unglingaflokki.

Þá vann einnig ármenningurinn Jón Sigurður Gunnarsson til silfurverðlauna í hringjum í karlaflokki og óskum við ármenningum innilega til hamingju.

Á myndinni eru iðkendur og þjálfarar sem fóru í landsliðsferðina ásamt stjórn Gerplu, Birki Jóni og Sigurjóni og öðrum iðkendum félagsins sem voru á æfingu þegar afhendingin fór fram.

 

You may also like...