fbpx

Garpamót haustannar

Um helgina fór fram Garpamót Gerplu þar sem um 400 iðkendur í grunn- og framhaldshópum tóku þátt. Garpamót er innanfélagsmót sem er haldið einu sinni á önn þar sem iðkendur fá að læra koma fram og sýna þær æfingar sem þau hafa verið að æfa, það var virkilega gaman að sjá hvað iðkendur höfðu gaman og nutu sýn vel. Fyrir þátttöku fengu iðkendur verðlaunapening og viðurkenningaskjal, við óskum öllum til hamingju með flott mót og hlökkum til að sjá þau blómstra í framtíðinni.

You may also like...