fbpx

Bjarni Fritzson kom í heimsókn í Gerplu

Í lok febrúar kom hann Bjarni Fritzson í heimsókn í Gerplu og hélt fyrirlestra bæði fyrir iðkendur 12 ára og eldri og foreldra iðkenda í Gerplu. Það er skemmst frá því að segja að fyrirlestrarnir voru vel sóttir bæði af iðkendum og foreldrum en tæplega 100 manns mættu hvort kvöldið fyrir sig. Bjarni náði vel til iðkendanna sem voru hæstánægðir með kvöldið. Foreldrafélagið hafði frumkvæði að þessum viðburði en foreldrafélagið hefur staðið fyrir viðburðum bæði á haust- og vorönn. Í haust var rúllunámskeið/foamflexnámskeið og svo þessi fyrirlestur núna á vorönn. Við í Gerplu erum afar þakklát fyrir að hafa svona virkt foreldrafélag á okkar snærum.

You may also like...