fbpx

Garpamót Gerplu um helgina

Garpamót Gerplu fer fram í Versölum föstudaginn 20.apríl og laugardaginn 21.apríl. Garpamótið er mót grunn- og framhaldsdeildar Gerplu þar sem iðkendur taka þátt og keppa í þrepi eftir aldri og getu.
Skipulag mótsins fyrir grunn- og framhaldsdeild karla og kvenna má finna undir viðburðir hér á heimasíðunni. Ef þið hafið ekki fengið upplýsingar frá deildarstjóra um hvenær barnið á að mæta til keppni þá vinsamlegast hafið samband sem allra fyrst.

Allar æfingar í Versölum falla niður á föstudag og laugardag af þessum sökum. Mótið kemur í staðinn fyrir æfingar sem hefðu átt að vera á þessum dögum í grunn- og framhaldsdeild. Engin Gerplurúta gengur á föstudaginn 20.apríl þar sem engar hefðbundnar æfingar eru í gangi þann daginn.

Við vekjum athygli á því að æfingar falla niður fimmtudaginn 19.apríl sumardaginn fyrsta. Gleðilegt sumar!

You may also like...