fbpx

Þrepamót II – 4. og 5. Þrep

Þrepamót II var haldið um helgina í Versölum, keppt var í 4. og 5. Þrepi karla og kvenna. Mótið nú um helgina var fyrsta Fimleikadambandsmótið sem haldið hefur verið í heilt ár. Mikil eftirvænting var eftir mótinu og mættu allir keppendur, þjálfarar og dómarar á svæðið með bros á vör og tilbúin til leiks eftir alltof langa bið.

Glæsilegir keppendur Gerplu sýndu listir sínar og afrakstur æfinga undanfarnar vikur. Við erum virkilega stolt af öllum okkar iðkendum sem mættu til leiks og gerðu sitt allra besta.

Gerplu keppendur sem náðu 5. Þrepi eru:
Ásthildur Nína Guðmundsdóttir
Jóhanna Bryndís Andradóttir
Rakel Brynja Guðmundsdóttir
Alex Þór Jones
Pétur Hrafn Davíðsson
Sindri Gunnarsson
Tómas Andri Þorgeirsson

Gerplu keppendur sem náðu 4. Þrepi eru:
Guðný Sara Tómasdóttir
Rakel Ásta Egilsdóttir
Bára Björk Jóelsdóttir
Jóhanna Lea Baldursdóttir
Saga Ólafsdóttir
Ármann Andrason
Botond Ferenc Kováts
Snorri Mahileo Maldonado

Innilegar hamingjuóskir til allra sem tóku þátt um helgina

Áfram Gerpla

You may also like...