fbpx

Þrepamót 3

Um helgina fór fram síðasta þrepamót keppnistímabilsins hér í Gerplu, Versölum. Keppt var í 4. og 5. þrepi Fimleikastigans.

Mótið var í þrem hlutum á laugardaginn og mættu hátt í 200 keppendur til að sýna listir sínar hér í Versölum. Gerpla átti fríðan hóp sem keppti um helgina og erum við ákaflega stolt af þeim öllum. Þrepamót FSÍ veitir verðaun til þeirra keppenda sem ná tilsettum stigum í þrepinu sínu. Til að ná þrepi í 4. og 5. þrepi kvenna þurfa stúlkurnar 56 stig en hjá drengjunum eru það 75 stig.

Eftirfarandi keppendur náðu þrepi um helgina

5. þrep stúlkna
Kolbrún Sara Davíðsdóttir
Aníta Sif Sigurgeirsdóttir
Sunna Björk Ágústsdóttir
Unnur Aðalsteinsdóttir
Lisa Marie Karin Persson Gísladóttir
Diljá Björt Axelsdóttir
Andrea Ívarsdóttir
Nadía Rún Pétursdóttir
Heiða Kristinsdóttir

5. þrep drengja
Alexander Hugo Baldursson

Glæsilegt hjá keppendum okkar í Gerplu! Við viljum óska þeim innilega til hamingju með glæsilegt keppnistímabil og þjálfurum þeirra einnig.

Áfram Gerpla!

You may also like...