fbpx

Thelma náði lágmörkum inn á HM

Mynd: Fimleikasamband Íslands

Besta árangur íslensku keppendanna á hún Thelma Aðalsteinsdóttir þar sem hún varð 14 stúlkan inn á Heimsmeistaramótið í Antwerpen í Belgíu, sem haldið verður í lok September. Thelma átti frábært mót og eftir þrotlausar æfingar, náði hún markmiði sínu að komast inn á HM.

Verður gaman að fylgjast með henni í undirbúningi fyrir mótið þar sem hún mun eiga möguleika á að keppa um fjölþrautarsæti á Ólympíuleikunum sem fram fara sumarið 2024 í París. Heimsmeistaramótið er síðasta úrtökumótið fyrir ÓL.

Innilega til hamingju Thelma, þjálfarar og aðstandendur með þennan glæsilega árangur.

You may also like...