fbpx

Stúlknalið Gerplu í 4. sæti á Norðurlandamóti unglinga

Stúlknalið Gerplu keppti á Norðurlandamóti unglinga í hópfimleikum sem fram fór í Joensuu í Finnlandi um síðustu helgi. Keppnin fór fram á laugardeginum 12.apríl í stórri alhliða íþróttahöll sem var búið að breyta í keppnishöll fyrir hópfimleika. Stelpurnar mættu vel undirbúnar til leiks á mótið og kepptu við níu önnur lið frá norðulöndunum. Þær lentu í smá hremmingum þar sem liðsmaður veiktist og eitthvað var um meiðsli en þær keyrðu flott mót og öðluðust dýrmæta keppnisreynslu. Þær lentu í 2.sæti í æfingum á trampólíni og í 4.sæti samanlagt af 10 liðum sem er frábær árangur hjá ungu og efnilegu liði Gerplustúlkna.

Þjálfarar liðsins eru Íris Mist Magnúsdóttir, Magnús Óli Sigurðsson og Yrsa Ívarsdóttir.

Hér má sjá æfingar liðsins á mótinu:   Æfingar stúlknaliðs á norðurlandamóti unglinga 2018

 

You may also like...