fbpx

Skráning í kríla- og bangsahópa

Skráning er hafin í kríla og bangsahópa fyrir vorönn 2022.

Kríla- og Bangsafimleikar er fimleikamiðaður íþróttaskóli þar sem börnin mæta með foreldrum sínum til æfinga og foreldrar aðstoða börnin að fara í gegnum upphitun og síðan þrautabrautir um salinn sem hafa verið sérstaklega settar upp fyrir þau. Allir hópar æfa á sunnudögum og má sjá tímasetningar sem eru í boði á skráningarsíðunni.

Hóparnir fyllast mjög hratt og hvetjum við foreldra og forráðamenn til að skrá strax til að tryggja ykkar pláss.

Krílahópar eru fyrir iðkendur fædda 2017-2018 og æfa í Versölum í klukkutíma í senn.

Bangsahópar eru fyrir iðkendur fædda 2019-2020 og og bjóðum við upp á hópa í Versölum og í Vatnsenda í 45 mínútur í senn.Æfingatímabil er 16. janúar til 15. maí.

Skráning fer fram hér: https://www.sportabler.com/shop/gerpla

You may also like...