fbpx

Líf og fjör á jólaballi Gerplu

Jólaball Gerplu í umsjón foreldraráðs Gerplu fór fram með pompi og prakt laugardaginn 8.desember síðastliðinn. Rúmlega 200 börn mættu með fjölskyldu sinni og dönsuðu í kringum jólatréð, sungu jólalög og auðvitað komu jólasveinarnir í heimsókn með glaðning. Mikið fjör var á jólaballinu og skemmtu allir sér konunglega. Við þökkum foreldraráði innilega fyrir þetta flotta framtak.

You may also like...