fbpx

Íþróttahátíð ÍTK

Íþróttahátíð Kópavogs fór fram í Kórnum í gær en þar var afreksfólk heiðrað í unglinga- og fullorðinsflokki. Gerpla átti fulltrúa í öllum flokkum en í fullorðinsflokki kvenna var Agnes Suto fimleikakona tilnefnd til íþróttakonu Kópavogs og Valgarð Reinhardsson fimleikamaður tilnefndur til íþróttakarls Kópavogs. Í unglinaflokki 13-16 ára fengu Martin Bjarni Guðmundsson og Sonja Margrét Ólafsdótttir viðurkenningu fyrir frábært fimleikaár.  Birgir Leifur Hafþórsson og Fanndís Friðriksdóttir var kosið íþróttafólk Kópavogs 2017 og karlasveit GKG var lið ársins. Þarna var samankomið fullt af frábæru íþróttafólki úr fjölmörgum ólíkum íþróttagreinum í Kópavogi.

 

Frá vinstri: Martin Bjarni Guðmundsson, Agnes Suto og Sonja Margrét Ólafsdóttir með viðurkenningar sínar.
Á myndina vantar Valgarð Reinhardsson en hann var ekki staddur á landinu.

 

  

 

You may also like...