fbpx

Söguleg bronsverðlaun á NEM

Norður Evrópumótið í áhaldafimleikum var haldið um helgina í Jyvaskyla í Finnlandi. Atli Snær Valgeirsson, Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson skipuðu karlalandsliðið að þessu sinni og koma þeir allir úr Gerplu. Þjálfarar þeirra eru bræðurnir Róbert og Viktor Kristmannssynir.

Karlalið Íslands (mynd: Fimleikasamband Íslands)

Sögulegur atburður átti sér stað um helgina þar sem drengirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu til bronsverðlauna í liðakeppni í fyrsta sinn í sögunni. Frábær árangur hjá þeim. Valgarð átti besta árangur í fjölþraut þar sem hann lenti í 6. sæti.

Valli

Á sunnudeginum var keppt til úrslita á áhöldum og átti Valgarð frábæran dag þar sem hann vann til tveggja silfurverðlauna á stökki og svifrá, Valgarð var einnig í úrslitum á gólfi (6. sæti) og tvíslá (8. sæti). Jónas Ingi komst í úrslit á tveimur áhöldum, þar sem hann lenti í 4. sæti á gólfi og 6. sæti á tvíslá, Dagur Kári var í úrslitum á bogahesti og lenti í 7. sæti og Martin Bjarni í úrslitum á svifrá, hann hafnaði í 7. sæti.

Þá hafa drengirnir lokið löngu og ströngu keppnistímabili sem hófst í apríl.

Til hamingju með frábæran árangur keppendur og þjálfarar!

You may also like...