fbpx

Iceland Classic 2020

Iceland Classic fer fram um helgina, 27.-28. júní, í Gerplu Versölum.

Þetta mót er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en þetta mótafyrirkomulag er þekkt t.d. í Bandaríkjunum. Keppt verður í 6.- 3. þrepi hjá strákunum en 6. -2. þrepi hjá stúlkunum. Einkenni mótsins er að allir keppendur keppa í eins fimleikafatnaði sem setur skemmtilegan heildarsvip á mótið og ekki hægt að tengja börnin við ákveðið félag eftir búning og allir eru þannig í sama liði á jöfnum grundvelli að gera sitt besta. Keppendur munu svo geta notað bolinn í framtíðinni sem er þá jafnframt skemmtileg minning. 

Mótið er haldið í samstarfi við fimleikar.is og hafa þau komið myndarlega að þessu móti og unnið allar hugmyndir í samstarfi við Gerplu.

You may also like...