fbpx

Norður-Evrópumótið í áhaldafimleikum

NEM

Landsliðshópurinn

Norður-Evrópumótið í áhaldafimleikum fór fram um síðustu helgi í Greve, Danmörku.

Kvennalandslið Íslands var skipað 5 glæsilegum fimleikakonum:

Andrea Ingibjörg Orradóttir

Norma Dögg Róbertsdóttir

Thelma Rut Hermannsdóttir

Dominiqua Alma Belanyi

Hildur Ólafsdóttir

 

Karlalandslið Íslands var skipað 4 frábærum fimleikamönnum:

Eyþór Örn Baldursson

Hrannar Jónsson

Hróbjartur Pálmar Hilmarsson

Jón Sigurður Gunnarsson

 

Thelma Rut varð fyrir því óláni að slasa sig á æfingu degi fyrir mót og þurfti því að draga sig úr keppni, og gerði það að verkum að Íslenska liðið vantaði einn máttastólpa í liðakeppnina enda Thelma frábær fimleikakona og vonum við að hún verði fljót að ná sér svo hún geti sýnt sig og sannað á Heimsmeistaramótinu í Kína sem fram fer í byrjun næsta mánaðar.

Íslensku liðiðn höfnuðu bæði í 6 sæti í liðakeppni, bestan árangur í fjölþraut náðu Gerplufólkið okkar Norma Dögg Róbertsdóttir og Eyþór Örn Baldursson. Norma varð í 15 sæti og Eyþór í 13. sæti.

Í úrslitum á áhöldum kepptu: Norma Dögg á stökki, Dominiqua á tvíslá og slá, Hildur á gólfi, Jón á hringjum, Hrannar á stökki og Eyþór á stökki og svifrá.

 

Bestan árangur kvenna á mótinu á hún Norma Dögg með einkunn 14,125 á stökki, sem er hæsta einkunn sem Íslensk kona hefur fengið á erlendu móti.

 

Hægt er að skoða myndbönd og myndir inn á:

https://www.facebook.com/fimleikavaktin

https://www.facebook.com/fimleikasamband

 

úrslit mótsins:

konur:

http://www.nech.dk/index.php/live-scoring-wag2

Karlar:

http://www.nech.dk/index.php/live-scoring-mag

 

You may also like...