fbpx

Gerpluþjálfarar sóttu fræðsludag FSÍ

Fimleikasamband Íslands stóð fyrir fræðsludegi fyrir þjálfara á laugardaginn var. Skemmst er frá því að segja að dagurinn var vel sóttur en Gerpluþjálfarar fjölmenntu og létu vel af. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem dagskráin var þýdd yfir á erlend tungumál en fjöldi erlendra þjálfara starfa á Íslandi við fimleikaþjálfun. Meðfylgjandi er mynd frá deginum. Við í Gerplu erum ánægð með þetta framtak og mætum fersk að ári.

You may also like...