fbpx

Þrepamót í 1.-3. þrepi

Þrepamót FSÍ var haldið um helgina í Björk í Hafnarfirði, keppt var í 1. -3. Þrepi karla og kvenna. Mótið nú um helgina var fyrsta mótið sem iðkendur okkar í eftri þrepum kepptu á í heilt ár. Mikil eftirvænting var eftir mótinu og mættu allir keppendur og þjálfarar á svæðið með bros á vör og tilbúin til leiks eftir alltof langa bið.

Glæsilegir keppendur Gerplu sýndu listir sínar og afrakstur æfinga undanfarnar vikur. Við erum virkilega stolt af öllum okkar iðkendum sem mættu til leiks og gerðu sitt allra besta.

Verðlaunahafar Gerplu um helgina, keppt var í aldurshópum í hverju þrepi fyrir sig og veitt verðlaun fyrir fjölþraut og einstök áhöld.

2. þrep kvk
Anja Erla Pálsdóttir – 1. sæti á slá
Hekla Hákonardóttir – 1. sæti á slá
Lilja Guðrún Gunnarsdóttir – 2. sæti á slá
Sól Lilja Sigurðardóttir – 3. sæti á slá

3. þrep kvk
Hekla Tomasdottir Algrigtsen – 2. sæti á gólfi
Bára Björk Jóelsdóttir – 3. sæti á stökki
Aníta Eik Davíðsdóttir – 3. sæti á tvíslá
Sólný Inga Hilmarsdóttir – 3. sæti á gólfi
Katrín María Jónsóttir – 3. sæti á gólfi

2. þrep KK
Kári Pálmason – 1. sæti fjölþraut, 1. sæti gólf, 1. sæti bogahestur, 1. sæti hringir, 1. sæti stökk, 2. sæti tvíslá, 2 sæti svifrá
Snorri Rafn William Davíðsson – 2. sæti fjölþraut, 2 sæti gólf, 2. sæti bogahestur, 2. sæti hringir, 2. sæti stökk, 3. sæti tvíslá, 3. sæti svifrá

3. þrep kk
Ólafur Grétar Vilhelmsson – 1. sæti fjölþraut, 1. sæti gólf, 1. sæti bogahestur, 2. sæti hringir, 1. sæti svifrá
Baltasar Guðmundur Baldursson – 3. sæti bogahestur, 1. sæti tvíslá
Atli Elvarsson – 1. sæti fjölþraut, 1. sæti bogahestur, 1. sæti hringir, 2. sæti stökk, 3. sæti svifrá
Tómas Logi Bragason – 2. sæti fjölþraut, 3. sæti bogahestur, 1. sæti tvíslá,
Breki Freyr Ágústsson – 3. sæti stökk

Þeir sem náðu þrepi
Kári Pálmason 2. þrep
Atli Elvarsson 3. þrep
Ólafur Grétar Vilhelmsson 3. þrep

Öll úrslit má finna inná https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/1945

Innilegar hamingjuóskir til allra sem tóku þátt um helgina
Áfram Gerpla

You may also like...