fbpx

Haustmót 2 í hópfimleikum

Um síðustu helgi fór fram Haustmót 2 á vegum Fimleikasambandsins. Mótið var haldið á Selfossi og var keppt bæði í Hópfimleikum og Stökkfimi.

Gerpla átti eitt lið í Stökkfimi eldri (2. flokkur 2), og náði það lið 3. sæti af tíu liðum sem kepptu í þeim flokki.

2. flokkur 2

2. flokkur 1 keppti svo í hópfimleikum og gerðu þær sér lítið fyrir og unnu mótið nokkuð örugglega. Stelpurnar okkar hafa verið að bæta sig mjög mikið í haust og sást það greinilega um helgina að þær eru á réttri leið með sína fimleika. Það verður gaman að fylgjast með þeim á komandi mótum. 

2. flokkur 1

3. flokkur í hópfimleikum keppti á sunnudag. Gerpla átti þar þrjú lið af átján sem skráð voru til leiks. 

Lið þrjú átti mjög góðan dag og hafnaði í 10. sæti og keppa því í B deild á mótunum sem eru eftir áramót en þetta mót er notað til að raða í deildir og eru það fyrstu 9 liðin sem komast í A deild og var lið 3 mjög nálægt því að komast þar inn. 

3. flokkur 3

Lið tvö átti einnig góðan dag en liðið varð með næsthæstu einkunn á mótinu bæði í dansi og trampólíni og enduðu þær mótið í 4.s æti og eiga smá meira inn í dýnunni og þvi verður gaman að sjá þær á næstu mótum en þær munu keppa í A-deild ásamt liði eitt. 

3. flokkur 2

Lið eitt kom sá og sigraði í þessum hluta. Liðið vann mótið með miklum yfirburðum. Þær unnu öll áhöldin og samanlagt unnu þær mótið með rúmlega 5 heilum stigum sem er magnað. Þriðji flokkurinn okkar er svakalega flott heild sem gaman er að fylgjast með.

3. flokkur 1

Í öllum liðunum okkar voru margar sem gerðu hverja umferð og skiptir það okkur miklu máli að allir séu að gera eins mörg stökk og mögulegt er og að sem flestar (helst allar) séu að dansa og enginn keppandi sitji hjá. Liðin okkar um helgina kepptu með 239 stökk og af þeim voru 223 stökk lent og án móttöku. Það er 93% hlutfall allra stökka um helgina sem er virkilega vel gert.  Öll liðin voru að gera mjög fallega fimleika og réðu vel við sínar æfingar. 

Við erum afar stolt af öllum okkur liðum og þjálfurum þeirra. Liðin voru mjög vel undirbúin. Gleðin og liðsheildin skein af okkar fólki og það ásamt þessum flotta árangri er það sem skipti okkur mjög mikilu máli. 

Fleiri myndir: https://gerpla.smugmug.com/2023/Haustm-i-hpf-eldri

You may also like...