fbpx

Gerpla nældi í 12 titla á Íslandsmótinu

Í gær sunnudag var keppt til úrslita á einstökum áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum.

Gerpla átti fjöldan allan af keppendum í úrslitum og eignaðist 12 Íslandsmeistara, 14 silfurverðlaunahafa og 7 bronsverðlaunahafa.

Í kvennaflokki eignuðumst við tvo Íslandsmeistara á einstökum áhöldum

Hildur Maja Guðmundsdóttir – Stökk
Thelma Aðalsteinsdóttir – Tvíslá 

Í karlaflokki skiptu drengirnir Íslandsmeistaratitlunum bróðurlega á milli sín og unnu Gerpludrengirnir 5 áhöld af 6, eftirfarandi drengir urðu Íslandsmeistarar:

Jónas Ingi Þórisson – Gólf
Arnþór Daði Jónasson – Bogahestur
Martin Bjarni Guðmundsson – Stökk
Valgarð Reinhardsson – Tvíslá
Eyþór Örn Baldursson – Svifrá 

Í unglingaflokki karla skiptu drengirnir okkar þessu nokkuð jafnt á milli sín og tóku samtals 5 áhöld af 6.

Ágúst Ingi Davíðsson – Gólf – Bogahestur og Hringir
Dagur Kári Ólafsson – Tvíslá  og Svifrá 

Í unglingaflokki kvenna keppti Dagný Björt Axelsdóttir á þremur áhöldum og var hún hársbreidd frá sigrinum á tvíslá eftir harða keppni og munaði einungis 0,1 á milli hennar og sigurvegarans. 

Frábær helgi hjá okkar fólki. Innilegar hamingjuóskir til keppanda, þjálfara og forráðamanna. 

Myndirnar frá mótinu má finna á heimasíðu Fimleikasambandsins

Áfram Gerpla

You may also like...