fbpx

Frábær árangur Gerplufólks með landsliðum Íslands á norður Evrópumótinu um helgina!

Gerpla átti samtals sex fulltrúa í kvenna- og karlalandsliðum á norður Evrópumótinu um liðna helgi. Skemmst er frá því að segja að árangurinn lét ekki á sér standa en Agnes Suto Tuuha og Thelma Aðalsteinsdóttir náðu í silfur í liðakeppninni og þar að auki varð Thelma í 2.sæti á tvíslá og Agnes í 2.sæti á slá. Strákarnir áttu einnig frábært mót en þeir lentu í 5.sæti í liðakeppninni og Eyþór Örn Baldursson hafnaði í 3.sæti á stökki og Valgarð Reinhardsson í 3.sæti á svifrá eftir frábærar æfingar. Að auki kepptu frá Gerplu Arnþór Daði Jónasson sem var hársbreidd frá því að komast í úrslit á bogahesti og Martin Bjarni Guðmundsson sem lenti í 11.sæti í fjölþraut með bætingu í heildarstigum. Frábær árangur hjá okkar fólki en við óskum þeim og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með árangurinn.

You may also like...