fbpx

Haustmót á Akureyri

haustmot 2

Helgina 17.-18.október fór fram fyrsta þrepamót vetrarins, Haustmót I í glæsilegum fimleikasal á Akureyri. Gerpla fór með stórann hóp norður þar sem keppt var í 4. og 5.þrepi, frá Gerplu kepptu 16 strákar og 51 stúlka. Keppt var í liðakeppni og einstaklings, og stóðu Gerplukrakkarnir sig glæsilega. Gerpla sigraði liðakeppnina í 4.þrepi stúlka í aldursflokki 9 ára, 10 ára og 12 ára. Í einstaklingskeppninni átti Gerpla nokkra sigurvegarar sem unnu fyrir samanlagðan árangur, Arnar Arason í 4.þrepi 9-10 ára, Anja Erla Pálsdóttir í 5.þrepi 11 ára, Dagný Björt Axelsdóttir sigraði og Telma Ósk Bergdórsdóttir rétt á eftir henni í 2.sæti í 4.þrepi 9 ára og svo Helga María Halldórsdóttir tók 1 sætið í 4.þrepi 12 ára og eldri. Einnig átti Gerpla marga keppendur sem komust á verðlaunpalla á einstökum áhöldum.

Allir fóru sáttir og sælir heim eftir skemmtilega ferð til Akureyrar, þar sem keppt var í fimleikum, farið í sund í Akureyrarlaug, fengið sér Brynjuís og pizzu á Greifanaum.

(taka skal fram að verið er að óska eftir mynd af drengjunum á nokkrum stöðum svo ef einhver á skemmtilega mynd af þeim má endilega senda hana á gerpla@gerpla.is)

You may also like...