fbpx

Glæsilegum vorsýningum lokið

Glæsilegri vorsýningu lauk um síðustu helgi en sýnt var fyrir nær fullu húsi fimm sinnum. Allir iðkendur Gerplu tóku þátt og var gaman að sjá fjölbreytileikann í atriðunum sem spannaði vítt svið fimleika. Kynnarnir voru Júlí Heiðar Halldórsson og Þórey Birgisdóttir og settu þau skemmtilegan svip á sýninguna. Sýningarstjórinn var að þessu sinni Eva Dröfn Benjamínsdóttir og tókst henni afar vel til með allt saman. Búningarnir voru glæsilegir og atriðin skemmtileg. Við viljum þakka þjálfurum, iðkendum og foreldrum fyrir aðstoðina við sýninguna, án þeirra væri þetta ekki hægt.

Núna er sumarstarfið í Gerplu komið á fullt og forskráningar fyrir haustið í fullum gangi inná gerpla.felog.is

Sýningarnar voru allar teknar upp en hér eru slóðir á þær:

Vorsýning Gerplu 2017 – Safarí

Takk iðkendur fyrir að standa ykkur svona vel og takk fyrir frábæran vetur.
Sýningargestum þökkum við fyrir komuna og sjáumst að ári!

You may also like...