fbpx

Fyrirlestur Beggi Ólafs

Í Kópavogi standa Breiðablik, Gerpla og HK í samstarfi við Kópavogsbæ fyrir hreyfingu eldri borgara. Verkefnið hefur farið vel af stað og eru vel á annað hundrað þátttakendur sem hreyfa sig reglulega í íþróttamannvirkjum félaganna.

Miðvikudaginn 30.mars verður haldinn fyrirlestur sem ber heitið “Betri í dag en í gær” með Begga Ólafs í húsakynnum HK í Kórnum klukkan 13:00.

Við hvetjum alla betri borgara Kópavogsbæjar til að mæta í Kórinn.

You may also like...