fbpx

Áskorun Gerplu til ASÍ

Þann 20. október síðastliðinn birti ASÍ árlega verðlagskönnun sína milli fimleikafélaga landsins. Gerpla hefur ítrekað nú í nokkur ár gert athugasemdir við vinnubrögðin sem lögð eru í vinnu við upplýsingaöflun verðkönnunarinnar. Það er því ekki hægt að segja annað en stjórendur Gerplu hafi orðið fyrir vonbrigðum enn einu sinni þegar könnunin var birt nú á dögunum.

Þar er Gerplu stillt upp sem dýrasta félagi landsins og æsifrétta fyrirsögn sett fram um að við séum 134% dýrari heldur en ódýrasti kosturinn. Í könnuninni er ekki kannað hversu langt tímabilið er hjá hverju fimleikafélagi, né hversu löng hver kennslu- klukkustund er. Það er, er miðað við að 1 tími í fimleikaþjálfun sé 50 mín eða 60 mín?

Staðreyndin er hinsvegar sú að ef verðið er skoðað út frá sambærilegum forsendum er Gerpla um miðbik á samanburði allra 14 félaganna og Gerpla annað tveggja félaga sem hækkuðu ekki verðskrána þetta haust. Talsverður munur er á aðstöðu þessara fimleikafélaga og ef taflan hér fyrir neðan er skoðuð þá sést að Gerpla er með fjórða lægsta verðið af þeim fimleikafélögum sem bjóða bæði upp á áhaldafimleika og hópfimleika. Engin afstaða er tekin til hvað er innifalið í æfingagjöldunum svo sem rútuferðir, fjöldi og menntun þjálfara, búningar og æfingaaðstaða. Ennfremur er ekki litið til afsláttar né frístundastyrkja sveitarfélaganna sem eru mismunandi eftir sveitarfélögum.

Forsendur sem  hafðar voru til viðmiðunar við samanburð á verði fimleikafélaganna í töflunni hér að neðan voru, tímalengd, lengd tímabils og upphæð námskeiðs.

asi

Gerpla fagnar því að verðlagskannanir séu gerðar en vonast til að í framtíðinni sé samaburður gerður út frá forsendum sem hægt er að bera saman og með fagmennskuna að leiðarljósi.

You may also like...