fbpx

Frábæru haustmóti FSÍ lokið

Iðkendur Gerplu áttu virkilega flott mót um helgina og uppskáru persónulega sigra og mikil gleði einkenndi okkar iðkendur, þjálfara og foreldra í stúkunni.

2. þrep KVK

Keppni hófst á laugardagsmorgun með keppni í 2. þrepi stúlkna, Gerplu stúlkurnar voru glæsilegar, margar að stíga sín fyrstu skref í nýju þrepi. Elfa María Reynsidóttir varð í 2. sæti á tvíslá og slá í flokki 12 ára og yngri.

Eftir hádegi á laugardeginum mættu til leiks keppendur í frjálsum æfingum. Keppt var í þrem flokkum hjá báðum kynjum, Gerpla átti keppendur í tveim flokkum karlamegin og í öllum flokkum kvennamegin. Kári Pálmason var einn í drengjaflokki og fór heim með 7 gullverðlaun.

Í stúlknaflokki voru það Bára Björk Jóelsdóttir og Rakel Sara Pétursdóttir einu keppendur flokksins og stóðu þær sig báðar virkilega vel. Rakel Sara sigraði öll áhöld og samanlagt.

Í unglingaflokki kvenna áttum við fjórar stúlkur. Lilja Katrín Gunnarsdóttir sigraði fjölþraut og varð Kristjana Ósk Ólafsdóttir rétt á eftir henni í 2. Sæti. Stúlkurnar skiptu svo verðlaununum vel á milli sín innan flokksins. Kristjana Ósk varð í 2. Sæti á stökki og tvíslá, 3. Sæti á gólfi. Lilja Katrín varð í 3. Sæti á stökki og gólfi, 1. Sæti á tvíslá, 2. sæti á slá. Sól Lilja Sigurðardóttir var í 3. sæti á tvíslá og 1. sæti á gólfi.

Í fullorðinsflokki karla, kepptu sex frá Gerplu. Þeir eru í svakalegu keppnisformi drengirnir og margir að klára langt og strangt keppnistímabil sem hófst í apríl. Persónulegar bætingar og hæsta skor í fjölþraut afrakstur helgarinnar. Í fjölþraut sigraði Dagur Kári Ólafsson, Martin Bjarni Guðmundsson í 2. sæti og í því þriðja varð Atli Snær Valgeirsson. Martin Bjarni sigraði gólf, hringi, stökk og svifrá, varð svo í 3. sæti á tvíslá. Arnþór Daði Jónasson bogahestséní sigraði bogahestinn með yfirburðum. Dagur Kári sigraði tvíslá, varð í 2. sæti á gólfi og svifrá, en 3. sæti á boga og hringjum. Valdmiar Matthíasson fékk silfur á boga og stökki, og brons á svifrá. Æðislegt.. Ágúst Ingi Davíðsson lenti í 2. sæti á hringjum og tvíslá.

Í fullorðinsflokki kvenna áttum við tvo keppendur, Agnesi Suto og Dagný Björt Axelsdóttir. Agnes sigraði fjölþraut og Dagný Björt varð í 2. sæti rétt á eftir Agnesi. Agnes sigraði tvíslá og jafnvægisslá og varð í 2. sæti á stökki og gólfi. Dagný Björt varð í 2. sæti á tvíslá og slá og í 3. sæti á gólfi.

Á sunnudeginum mættu svo 3. þreps keppendur okkar bæði drengir og stúlkur til leiks. Í 3. þrepi karla var eingöngu veitt verðlaun fyrir 1. sæti í fjölþraut og á áhöldum. Í flokki 11 ára og yngri sigraði Ragnar Örn Ingimarsson fjölþraut, gólf, bogahest og tvíslá,. Tómas Andri Þorgeirsson sigraði síðan hringi, stökk og svifrá. Í flokki 12 ára og eldri sigraði Bjarni Hafþór Jóhannsson fjölþraut, gólf, hringi og svifrá. Eysteinn Daði Hjaltason sigraði bogahest og tvíslá.  Brynjar Björn Haraldsson sigraði síðan stökkið.

Hjá stúlkunum var keppt í þrem aldursflokkum. Stúlkurnar áttu frábært mót og fóru heim allar með bros á vör eftir frábært gengi á mótinu. Í yngsta aldursflokknum 11 ára og yngri áttum við þrjár stúlkur, Margrét Dóra Ragnarsdóttir varð í 2. sæti í fjölþraut, 1. sæti á slá og 3. sæti á gólfi. Rakel Brynja Guðmundsdóttir fékk silfur á slá. Í flokki 12 ára áttum við þrjár stúlkur. Arna Sóley Jósepsdóttir varð hlutskörpust og sigraði fjölþrautina og rétt á eftir henni varð Saga Ólafsdóttir í 2. Sæti. Arna Sóley varð síðan í 2. sæti á stökki, 2. sæti á tvíslá, 3. sæti á slá og 2. sæti á gólfi. Saga sigraði stökkið og slánna, varð í 3. sæti á tvíslá. Í flokki 13 ára og eldri sigraði Hanna Ísabella Gísladóttir mótið með yfirburðum og fékk 58.182 stig. Hún sigraði tvíslá og slánna, hún varð í 2. sæti á gólfi og 3. sæti á stökki. Jóhanna Lea Baldursdóttir náði sér í silfur á stökki. Emilía Rós Elíasdóttir sigraði síðan æfingar á gólfi.

3. þrep kvk og kk

Eftir hádegi var svo keppt í 1. Þrepi kvenna og karla og 2. þrepi karla. Keppt var eingöngu til gullverðlauna hjá piltunum í 1. og 2. þrepi. Ármann Andrason sigraði fjölþraut, gólfæfingarog hringi. Andri Fannar Hreggviðsson sigraði stökk og svifrá. Ólafur Grétar Vilhelmsson sigraði bogahest og tvíslá. Í 1. þrepi varð það Botond Ferenc Kováts sem sigraði fjölþraut, gólf, bogahest og hringi.

Í 1. þrepi kvenna kepptu þrjár stúlkur og allar voru þær í flokki 13 ára og yngri. Lilja Guðrún Gunnarsdóttir var í 3. sæti í fjölþraut og fékk silfur á gólfi. Sólný Inga Himarsdóttir sigraði tvíslánna og fékk brons fyrir æfingar sínar á slá.

Frábæru móti lokið fyrir keppendur okkar og þjálfara. Virkilega gaman að sjá hvað liðsheildin hjá bæði strákunum og stelpunum var skínandi alla helgina, hvatningin hjá þeim var ekki minna skemmtileg að horfa á en allir þessir flottu fimleikar. Framtíðin er björt í Gerplu.

You may also like...